Skírnir - 01.09.1994, Page 27
SKÍRNIR
UM GEÐSHRÆRINGAR
297
umræður og yfirlegu: tók að trúa því að samkynhneigð væri hvorki ó-
náttúrleg né ósiðleg. En nokkrum árum síðar komst hún skyndilega að
raun um að góð vinkona hennar væri lesbísk og hún fylltist bæði við-
bjóði og óhugnaði.36
Calhoun ber í framhaldi af þessum dæmum upp nokkuð
flókna skýringartilgátu. Hún er sú að misræmi geti myndast ann-
ars vegar milli skoðanakerfis okkar, sem felur í sér orðaða og yfir-
vegaða dóma, og hins vegar víðfeðmara hugarkerfis er einnig
geymir óljósar eða óyfirvegaðar hugmyndir, sem og nokkurs
konar óorðuð túlkunarlíkön: „laðir“ er reynsla okkur af veru-
leikanum leggst í. Hugarkerfi þetta, sem Agúst hefði máski kallað
„hugð“37, getur auðveldlega verið að hluta til afsprengi skilyrð-
ingar í æsku, eins og í dæminu af Tess. Samkvæmt þessari
betrumbót Calhouns er það að finna til geðshræringar ekki nauð-
synlega sama og að trúa x, þ.e. hafa þá skoðun að x sé satt, heldur
fremur að sjá heiminn sem x, hvort sem þessi túlkandi sýn birtist
svo nokkurn tíma í skoðanakerfi okkar. Frá innra sjónarhóli Tess
eru kóngulær því hættulegar og samkynhneigð viðbjóður þó að
þetta séu fráleitt skoðanir hennar.
Robert Roberts hefur sett fram svipaðar hugmyndir og Cal-
houn, þó að þær séu raunar útfærðar af enn meiri nákvæmni.
Hann býr til hugtakið „construal" sem við skulum einfaldlega
þýða hér sem „viðhorf“ - og megum þá ekki skilja sem einfalt
samheiti „skoðunar" heldur í bókstaflegri merkingu: sem „horf
okkar við hlutunum". I þessum skilningi mætti segja að Tess hafi
eingöngu það viðhorf en ekki þá skoðun, að kóngulær séu hættu-
legar. Roberts seilist jafnt til hugmynda úr skynheildasálfræði
sem úr málspeki Wittgensteins. „Viðhorfið“ felst í því að sjá eitt
(hér: kóngulær) sem eitthvað annað (skaðræðiskvikindi). Hann
minnir á frægt dæmi Wittgensteins af mynd þar sem maður sér á
víxl önd og kanínu eftir því hvernig horft er á hana. (Eg minnist
svipaðrar mynd'ar af herfu og/eða þokkadís sem ég sá í alfræði-
bók og heillaði mig ungan!) Að skipta frá öðru sjónarhorninu til
36 Sama rit, bls. 331 (lausleg þýð. K.K.).
37 „Um tilfinningalífið“, bls. 4.