Skírnir - 01.09.1994, Side 28
298
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
hins kostar skynheildahvörf („gestalt switch") sem ekki eru öll-
um í lófa lagin. Tess snýst í því tjóðurbandi að virðast viðhorf sín
sönn þó að hún telji ekki að þau séu sönn. I sem fæstum orðum
er niðurstaða Roberts sú að þar sem geðshræringar verði ekki til
án viðhorfa, hvað sem öllum skoðunum líði, sé rétt að lýsa þeim
sem viðhorfum fremur en skoðunum.38
„Sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki“ er stund-
um sagt um þá sem forhertir eru gagnvart staðreyndum. Sam-
kvæmt lýsingu þeirra Calhouns og Roberts heyrum við vissulega
og sjáum viðföng geðshræringanna en við trúum ekki alltaf því
sem við sjáum og sjáum ekki alltaf það sem við trúum. Skýringar-
tilgáta Calhouns um hugðina, bakgrunnskerfið, væri að vísu ekki
mjög upplýsandi ef hún ætti bara við um geðshræringar. En við
getum hugsað okkur hana líka sem skýringu á ýmiss konar órök-
studdum fordómum, til dæmis um verðleikamun kynþátta, er
einatt bregður fyrir hjá fólki sem þó veit, eða á að vita, betur.
Samt má spyrja hvort þessir tveir heimspekingar hafi ekki leitað
langt yfir skammt í viðleitni sinni til að gera grein fyrir hugsan-
legu misræmi geðshræringa og rökstuddra skoðana. Meinið er að
„sjónarhorn" Calhouns og „viðhorf“ Roberts eru ekki mjög skýr
fræðileg hugtök. Væri ekki nær að gera grein fyrir „tregðulög-
máli“ geðshræringanna sem einhvers konar sjálfsblekkingu ? Það
er að minnsta kosti vel þekkt hugtak og fjölrætt, þó að það sé
ekki óumdeilt.39 Við gætum þá skýrt órökvísina í geðshræringum
Tess án þess að grípa til nokkuð flóknari fyrirbæra en ólíkra
skoðana, sumra meðvitaðra, annarra ómeðvitaðra. I stássstofunni,
38 Sjá R. C. Roberts, „What an Emotion Is: A Sketch“, Philosophical Review
XCVII (1988).
39 Hinn hefðbundni vandi er sá hvernig venslin að blekkja geti verið afturvirk:
að sami maðurinn sé í senn sá sem blekkir og er blekktur. Skýringartilgátan
um „háaloftið“, sem ýjað er að hér á eftir, er einnig þeim annmarka háð að
spyrja má hvernig unnt sé á sama tíma að fela eitthvert góss af stakri vand-
virkni í afkimum hugans og að vita alls ekki af því. Ég tel þó að hvorugt þess-
ara vandamála grandi sjálfsblekkingarhugtakinu. Sbr. langan smalakrók í ópr.
doktorsritgerð minni, „Freedom as a Moral Concept" (University of St.
Andrews 1990), kafla 5.2, um þetta efni.