Skírnir - 01.09.1994, Page 32
302
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Ekki er í sjálfs vald sett, (Sem nokkrir
meina), Yfirbót, iðrun rétt, Og trúin hreina.
Hendi þig hrösun bráð, Sem helgan Pét-
ur, Undir guðs áttu náð, Hvort iðrazt getur.
Ekki er tóm hér til að setjast á rökstóla við séra Hallgrím eða
aðra tortryggjendur almenna ábyrgðarviðhorfsins, enda er vand-
inn sem snertir mannlegar geðshræringar bundinn því viðhorfi
sjálfu. Þannig gæti einhverjum lesenda kaflans hér á undan hafa
flogið í hug eftirfarandi andmæli: Ef marka má vitsmunakenning-
arnar þá er skoðun eða viðhorf nauðsynlegur þáttur allra geðs-
hræringa. En það að hafa skoðun eða viðhorf er í vissum skilningi
að fella dóm. Að fella dóm er athöfn. Athafnir eru á valdi okkar;
þær eru ákvarðaðar af okkur sjálfum og við berum ábyrgð á
þeim. Og þá eru geðshræringarnar líka á valdi okkar og ábyrgð!
En hér, segði andmælandinn sigri hrósandi, hljóta vitsmunasinn-
arnir að hafa hlaupið á sig. Grípið einfaldlega næstu ævisögu eða
skáldrit úr bókaskápnum ykkar og horfist í augu við veruleikann.
Þar lesið þið ekki um fólk sem velur sér geðshræringar eins og
það kaupir í matinn. Nei, í bókmenntunum, alveg eins og í dag-
lega lífinu, rennur fólki í skap, það er slegið ótta, yfirkomið af
harmi eða frá sér numið af gleði. Og það er ekki aðeins í Fljóts-
dæla sögu sem konur „fengu ei haldið skapi sínu“ er þær litu feg-
urð hetjanna góðu. Skyldu þessi dæmi nú ekki eiga meira skylt
með manni sem fýkur inn um glugga en hinum sem brýtur hann í
illum ásetningi? Er ekki geðshræring eitthvað sem áfellur okkur,
sem steypist yfir okkur úr stálheiðu lofti, fremur en sjálfvalin at-
höfn?
Andmælandinn gæti að vísu vel fallist á að það stæði upp á
okkur að reyna að temja hin ytri merki geðshræringanna undir
ok velsæmisins: láta ekki á þeim bera nema í hófi. En honum
þætti það ugglaust fráleit skoðun að við gætum borið ábyrgð á
tilvist geðshræringanna sjálfra, þar sem þær kraumuðu og bull-
uðu í iðrum sálarlífsins. Hann myndi einnig benda okkur á að hér
dygði ekki sama skýring og varðandi alkóhólisma, þar sem halda
mætti því fram með gildum rökum að alkóhólistinn bæri ábyrgð
á því, í það og það skiptið, hvort hann ákvæði að láta að löngun