Skírnir - 01.09.1994, Síða 33
SKÍRNIR
UM GEÐSHRÆRINGAR
303
sinni, þó að sjálf hneigðin, löngunin í vínið, væri óútrýmanleg.47
Hvað geðshræringar okkar varðar eru slík skil milli hneigðar og
atviks út í hött. Það er útilokað að einstaklingur sé afbrýðisamur
að eðlisfari en verði þó aldrei afbrýðisamur þegar á hólminn er
komið. Beri maður ábyrgð á geðshræringum sínum þá ber maður
ábyrgð á tilhneigingunni til að komast í ákveðnar geðshræringar,
ekki aðeins einstökum birtingarmyndum þeirra. Og slík kenning
væri, að dómi andmælandans, hvorki meira né minna en fásinna.
Andmælin sem hér hafa verið reifuð eru ekki nein tilbúin hót-
fyndni. Þau eru hvorki meira né minna en framsetning skoðunar
er riðið hefur húsum með reglulegu millibili í hugmyndasögunni,
skoðunar sem færðist öll í aukana á 20. öldinni með sálarlífskenn-
ingu Freuds. Hana þarf ekki að rekja hér, svo alkunn sem hún er.
Við könnumst öll við myndina af mannssálinni sem vígstöðvum
þar sem óvinurinn í kjallaranum, „frumsjálfið“, herjar á „sjálfið“
og siðgæðisvörðinn okkar, „yfirsjálfið". Eða: Skynsemin reynir
eins og hún á lífið að leysa að ná taumhaldi á hinum galda fola
hvatanna, svo að vitnað sé í aðra alþekkta líkingu. Og dæmin sem
Freud tekur af hinum knáu hvötum sem á okkur herja eru einmitt
oftar en ekki af geðshræringum: reiði, sektarkennd, afbrýði, hatri
o.s.frv., miklu fremur en hráum eðlishvötum.
En nú fer því svo fjarri að einföld skírskotun til þessarar her-
fræði sálarlífsins greiði vitsmunakenningum um geðshræringar
banahögg, að kenningarnar voru einmitt settar fram til höfuðs
47 Ég rek kenningu um eðli alkóhólisma í ritgerð minni, „Sjúkdómshugtakið og
alkóhólismi" í Þroskakostum. Ég bendi þar á að þverbrestur sé í hugmynda-
fræði SÁÁ sem stafi af samslætti tvenns konar merkingar þess að löngun í x sé
óviðráðanleg: annars vegar að maður geti ekki látið sig hætta að langa í x og
hins vegar að maður geti ekki annað en látið undan lönguninni í x. í ljósi þessa
færi ég rök að því að ofdrykkja geti ekki fremur talist hluti af sjúkdómnum
alkóhólisma (þó að hann sé til) en það að klóra sér sé hluti af sjúkdómnum
hlaupabólu! Upphafleg drög þessarar ritgerðar voru samin árið 1982 og töld-
ust rök hennar hálfgerð goðgá á þeirra tíma mælikvarða en síðan hefur víg-
staðan mjög snúist mér í vil. Sjá t.d. H. Fingarette, Heavy Drinking: The
Myth of Alcoholism as a Disease (Berkeley: University of California Press
1988), sem og skynsamlega umfjöllun um löngun og drykkju í R. E. Vatz og
L. S. Weinberg, „The Conceptual Bind in Defining the Volitional Component
of Alcoholism: Consequences for Public Policy and Scientific Research", The
Journal of Mind and Behavior 11 (1990).