Skírnir - 01.09.1994, Page 34
304
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
slíkri herfræði. Fólki hefur löngum verið tamt, sem kunnugt er,
að leita leiða til að firra sig ábyrgð á mistökum sínum og hinu
ranghverfa í eigin fari. Eitt vinsælasta skálkaskjólið er það sem ég
hef kallað goðsögn hins gefna: goðsögnin um að við séum öll
englar innst inni og að það sem aflaga fer sé aldrei í raun okkur
sjálfum að kenna heldur einhverju(m) öðru(m).48 Utanaðkomandi
aðstæður, sjúkdómar eða torræð, ill öfl gegna þar sama skýring-
arhlutverki og „kommúnistarnir í ríkisstjórninni" gerðu á 6. ára-
tugnum í Bandaríkjunum. „Ekki benda á mig“ eru fróandi orð.
Þegar Solomon og sálufélagar hans tóku að boða vitsmunakenn-
ingarnar um geðshræringar var það í og með til að stugga við
þessari strútfyglni: knýja fólk til að axla ábyrgð eigin gjörða - og
um leið að vara það við því að gefa sig sífellt hlutunum á vald í
stað þess að reyna að ná valdi á þeim.
Solomon berst hatrammri baráttu gegn því sem hann kallar
„ástríðugoðsögnina": goðsögnina um að við séum máttvana þræl-
ar innri afla, „ástríðna", sem þó séu ekki hluti af okkar sanna eðli
heldur framandi og myrk.49 Solomon er almennt hallur undir til-
vistarstefnu og er hér undir sterkum áhrifum frá Sartre, einhverj-
um mesta ábyrgðarpostula allra tíma. Sartre lagði nánast að jöfnu
hugtökin vitund, frelsi og val og lýsti geðshræringum okkar í
frægu kveri sem sjálfvöldum veruháttum vitundarinnar.50 En ekki
má skilja orð mín svo að vitsmunakenningarnar hafi umfram allt
verið vígorð í hugmyndabaráttu tilvistarspekinga. Við þurfum
alls ekki jafnróttæka skoðun og þá sem Sartre hélt fram til þess að
færa rök að ábyrgð fólks á geðshræringum sínum. Þar nægir að
rifja upp hina fornu kenningu Aristótelesar um ábyrgð okkar á
eigin skaphöfn og hneigðum, kenningu sem um leið gerir mæta
vel grein fyrir ábyrgð á geðshræringum.
48 Sjá „Bölsvandinn og goðsögn hins gefna" í Þroskakostum.
49 The Passions, bls. 222 og víðar.
50 Kverið heitir í enskri þýðingu The Emotions: Outline of a Theory (New York:
Philosophical Library 1948). Frelsishugmynd Sartres leiðir hann þó á endan-
um á sérkennilegar brautir þar sem hann heldur því m.a. fram að allar geðs-
hræringar lýsi óheilindum: að með þeim reynum við að breyta veruleikanum í
ævintýr í stað þess að horfast í augu við hann. Um geðshræringakenningu
Sartres, sjá t.d. G. Turski, „Emotions and Responsibility", Philosophy Today
35 (1991), bls. 140-143.