Skírnir - 01.09.1994, Page 36
306
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
ekki að slíkum afstyrmum, eða jaðardæmum af neinu tagi, heldur
einstaklingum sem notið hefðu meðalgóðs uppeldis eða betra.
Slíkt fólk lærir ekki aðeins í grófum dráttum í bernsku hvaða
dygðir og geðshræringar hæfi hverju tilefni heldur öðlast það
smám saman sjálfstæða dómgreind til að velja á milli nýrra kosta
- og til þess að endurmeta þá sem þegar hafa verið valdir: halda
því eða hafna sem það hefur þegar lagt í vana sinn.
Þannig „erum við sjálf á vissan hátt samábyrg fyrir skapgerð
okkar“, eins og Aristóteles kemst að orði.55 Að drekka í sig í
æsku hinar réttu dygðir og geðshræringar er nauðsynlegt en ekki
nægilegt skilyrði dygðugs lífernis. Sem fulltíða einstaklingur
verður maður ekki aðeins dæmdur af verkum sínum, eða hinum
ytri merkjum geðshræringanna, heldur af því hvort verkin og til-
finningarnar séu til komin á réttan, sjálfvalinn hátt. Það eru ná-
kvæmlega þessi sannindi sem enduróma í vitsmunakenningum
nútímans: Að svo miklu leyti sem geðshræringar okkar fela í sér
skoðanir, og að svo miklu leyti sem við berum ábyrgð á skoðun-
um okkar, þá berum við einnig ábyrgð á geðshræringunum.
Það flækir málið að vísu ögn að við erum ekki alltaf að tala
þar um rökstuddar, meðvitaðar skoðanir heldur „viðhorf“ í
skilningi Roberts. Einum þræði kann að vera erfiðara að breyta
þeim en venjulegum skoðunum, þar sem við höfum oft ekki orð-
að viðhorfin á skipulegan hátt fyrir sjálfum okkur, en öðrum
þræði ætti það einnig að vera léttara. Við þurfum ekki alltaf að
skipta um skoðun í bókstaflegri merkingu til að skipta um geðs-
hræringu; það nægir að horfa á málin frá öðru sjónarhorni - sjá
þokkadís þar sem áður var herfa. Þannig þarf hjálparsveitarmað-
urinn ekki að breyta þeirri skoðun sinni að þyrluflug sé hættulegt
til að losna við óttann sem í brjósti hans býr fyrir björgunarað-
gerð; kannski nægir að hann sjái verkefni sitt í nýju ljósi - sem
„væntanlegt björgunarafrek". Þetta skýrir einnig hvers vegna
látalæti manns verða oft að veruleika: Leikin geðshræring breytist
í raunverulega við það að hann festist í nýja viðhorfinu; uppgerð-
arást hverfist smám saman í sanna væntumþykju, og þar fram eft-
ir götunum.
55 SiÓfrœði Nikómakkosar, 1114b (lausleg þýð. K.K.).