Skírnir - 01.09.1994, Side 38
308
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
tilfinningalegs eðlis. Hugrekki felst þannig meðal annars í því að
vera hvorki of- né onæmur á hættur.56
Ég játa fúslega að hafa mest gaman af umræðu Aristótelesar
um þær geðshræringar sem síst eiga upp á pallborðið hjá fólki, að
minnsta kosti í orði. Aristóteles vill halda opinni vök því til sönn-
unar að ýmsar þeirra séu lofsverðar upp að vissu marki, þ.e.a.s.
svo lengi sem maður virðir meðalhófið milli allra öfga. Til dæmis
er sá eiginleiki að geta ekki með nokkru móti reiðst ekki kostur
heldur löstur í fari manns:
Skorturinn [á reiði] - einhvers konar óreiðigirni eða hvað sem hann kall-
ast - er ámælisverður, þar eð fólk sem ekki verður reytt til reiði af rétt-
um hlutum, eða á réttan hátt, eða á réttum tíma eða gagnvart rétta fólk-
inu, virðist heimskt. Því slík persóna sýnist kaldlynd og ónæm á sárs-
auka. Þar sem hún reiðist ekki, virðist hún ófær um að verja sjálfa sig; og
þess konar geðleysi gagnvart árásum á mann sjálfan og manns nánustu
lýsir þrælslund.57
Sömu rök gætu svo, að breyttu breytanda, gilt um aðrar geðs-
hræringar sem fæstir líta réttu auga, þar á meðal afbrýðisemi.58
Það er furðu viðtekin skoðun að sé á annað borð hægt að hafa
áhrif á slíkar geðshræringar þá beri okkur að uppræta þær. Oðru
nær, segir Aristóteles: Þær þjóna einnig sínum tilgangi svo fremi
að við fáum þeim rétta stefnu. Farsældin („eudaimonia") felst í
eflingu þeirra kosta sem stuðla að ágæti okkar á hverju sviði -
sem tryggja vöxt og viðgang mannsins. Og ef við vanrækjum að
rækta alla flóru tilfinningalífsins, lággróðurinn jafnt sem skraut-
plönturnar, þá náum við ekki að þroskast og dafna: komumst
ekki til manns. Þessi alhliða mannrækt er þungamiðjan í dygða-
siðfræði Aristótelesar, sem raunar hefur gengið í mikla endurnýj-
un lífdaga nú á allra síðustu árum.59
57 Sama rit, 1126a (lausleg þýð. K.K.).
58 Ég hef nýverið unnið að ritgerð þar sem ég færi rök að því að afbrýðisemi geti
verið dygð!
59 Þorsteinn Gylfason segir ögn frá dygðafræðunum og tengslum þeirra við eigin
hugmyndir í formála að Tilraun um heiminn, bls. 10-11. í „Nytjastefnunni“,
Skírni 164 (vor 1990), endurpr. í Þroskakostum, reyni ég að verja nytjastefnu í
anda Mills fyrir gagnrýni og benda á skyldleika hennar við aristótelíska
dygðasiðfræði.