Skírnir - 01.09.1994, Page 39
SKÍRNIR
UM GEÐSHRÆRIN GAR
309
í aristótelískum anda má því setja fram eftirfarandi reglu um
mat geðshræringa: Geðshræring er viðeigandi þá og því aðeins að
viðfang hennar eða tilefni réttLeti hana.60 Þannig geta verið tvenns
konar meginbrestir í geðshræringum okkar: Þær geta verið órök-
vísar eða ósiðlegar.h' Geðshræring er órökvís ef viðhorfið sem
hún byggist á stangast á við aðrar rökstuddar, skynsamlegar
skoðanir (til dæmis hjá manninum sem tók að iðrast ódrýgðra
glæpa) eða hún er byggð á fölskum forsendum þar sem viðkom-
andi hefði átt að vita betur. Afbrýðisemi er stundum af þessu tagi:
Eiginmaðurinn dregur umsvifalaust þá ályktun að eiginkonan sé
honum ótrú þegar hún kemur hálftíma of seint heim úr vinnunni
- og fyllist afbrýðisemi - þó að hann hefði getað gengið úr
skugga um það með hægu móti að saga hennar um sprungið dekk
stóð heima. Á hinn bóginn kann geðshræring svo að vera ósiðleg
þó að hún sé rökvís: Hún getur verið of sterk eða veik, miðað við
tilefnið, eða yfirskyggt aðrar og eðlilegri geðshræringar. Það er til
dæmis ofureðlilegt - rökvíst - að reiðast yfirmanni sínum ef hann
sýnir manni fyrirlitningu, en ósiðlegt að láta reiðina blinda hug-
skot sitt svo að maður bjargi ekki lífi hans ef hann er í háska
staddur. Síðan getur geðshræring vitaskuld verið hvort tveggja í
senn, órökvís og ósiðleg, og jafnvel er ekki útilokað að hún sé
siðleg þó að hún sé órökvís; tilfinningin væri þá af hendingu sið-
lega viðeigandi við einhverjar aðstæður þó að hún hafi orðið til
með órökvísum hætti.
Þrátt fyrir þann greinarmun sem hér er gerður á rökvísum og
órökvísum geðshræringum má segja að í vissum skilningi séu þær
allar röklegs eðlis. Hvort tveggja er að þær byggjast á viðhorfum
sem eru íbyggin og hitt að frá náttúrunnar hendi virðist tilgangur
þeirra sá að auðvelda okkur að komast af í heiminum.62 Þessi
tvenns konar skilningur á rökvísi er sambærilegur við að segja að
vitanlega kallist allir sem ríða út hestamenn, en hins vegar sé ekki
60 Sbr. R. de Sousa, „The Rationality of Emotions" í Explaining Emotions, bls.
133.
61 Hugmyndin að þessari skiptingu er fengin úr grein A. O. Rortys, „Explaining
Emotions“ í samnefndri bók, bls. 123.
62 Sjá Solomon, The Passions, bls. 246-7.