Skírnir - 01.09.1994, Side 40
310
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKlRNIR
allt jafnvakurt þótt riðið sé. Einn vandi, sem nefna má hér í fram-
hjáhlaupi, tengist þó rökvísi geðshræringanna. Hann er sá hvern-
ig unnt er að fella ýmsar - að því er virðist „eðlilegar" - athafnir,
sem framkvæmdar eru í krafti geðshræringa, undir hefðbundna
skilgreiningu á skynsamlegum ásetningsverknaði. Hvaða skyn-
samleg ástæða er til dæmis fyrir því hjá afbrýðisömum eigin-
manni að formæla mynd af konunni, sem stendur á borðinu hjá
honum, og rífa hana svo í tætlur? Hinn óleysti vandi er sá að við-
brögðin sýnast í senn eðlileg og óskynsamleg!63
Langt er í frá að ofangreind skilgreining á siðlegri geðshrær-
ingu sé óumdeilanleg. Flestir kristnir heimspekingar vilja til
dæmis fylgja heilögum Tómasi frá Akvínó í því að telja sumar
geðshræringar illar í eðli sínu og óréttlætanlegar undir öllum
kringumstæðum.64 Hvenær eru þannig öfund eða meinfýsi viðeig-
andi?65 Til gamans má þó geta þess að ekki ókristnari maður en
sjálfur Vídalín virðist á öndverðum meiði við Tómas, er hann
kennir í Postillu sinni á sunnudag eftir miðföstu að hyggilegra sé
að fá tilhneigingum mannsins göfugri stefnu en að reyna að upp-
ræta þær: „kenna reiðinni að vandlæta í guðs stað, öfundinni að
keppast sem hæst í Kristsskóla" o.s.frv.
Nú er hallar nær lokum þessarar ritsmíðar er rétt að minna á
að tvennar öfgar hafa löngum einkennt skoðanir manna, lærðra
jafnt sem leikra, á mannlegum geðshræringum. Annaðhvort hefur
verið litið á þær sem vágesti í sálarlífinu, sem boðflennur í hinu
sanna ríki sjálfsins, er beri að vísa á dyr - eða þær hafa verið hafn-
ar til öndvegis sem hluti af hinu náttúrlega moldareðli mannsins.
Samkvæmt þeirri afvegaleiddu rómantík er skynsemin og menn-
63 Um þennan vanda fjallar fslandsvinurinn R. Hursthouse í grein sinni
„Arational Actions", The Journal of Philosophy LXXXVIII (1991).
64 Sjá Summa Theologica (ýmsar útgáfur), la2ae Q24 a.4.
65 R. Hursthouse spyr þessa í „Plato on the Emotions“, Proceedings of the Aris-
totelian Society, viðbæti, LVII (1984), og svarar í „tómískum" anda að svo sé
aldrei. Aristóteles er raunar einnig á því að öfund eigi sér ekkert meðalhóf,
sbr. sígilda umræðu hans um það efni í Rhetoric (ýmsar útgáfur), 1387b-
1388a, en ástæðan er sú að Aristóteles virðist þar eingöngu vera að ræða um
illgjarna öfund en ekki þau afbrigði öfundar sem stafa t.d. af réttlátri reiði yfir
því að öðrum skuli hafi hlotnast það sem þeir áttu ekki skilið.