Skírnir - 01.09.1994, Side 41
SKÍRNIR
UM GEÐSHRÆRINGAR
311
ingin óvinurinn en náttúrubörnin sælu, óspjölluð af allri félags-
mótun, hinar sönnu mannverur. Vitsmunakenningin um geðs-
hræringar, sem hér hefur verið reifuð og tengd aristótelískum
forsendum, býður báðum þessum öfgum byrginn. Hún afneitar
eðlismun skynsemi og tilfinninga og lítur á geðshræringar sem
eðlilegt tæki mannsins til að ná festu og jafnvægi í ótryggum
heimi: til að styrkja sjálfsvirðingu sína. Hún lítur á viðkvæmnina
sem hluta af menntuninni,66 manndómnum, og boðar að allt upp-
eldi og fræðsla hljóti að fela í sér kennslu í og um dygð.67 Hún
bendir okkur á að geðshræringar byggist á skoðunum og við-
horfum sem megi meta - gagnrýna, endurskoða eða styrkja -
með skynsamlegri íhugun. Hún fagnar fjölbreytni tilfinningalífs-
ins með þeim rökum að því fleiri glugga sem sálin opni, þeim
mun meiri líkur séu á að sólin nái að skína þar inn. Hún vill ekki
útrýma geðshræringum heldur samræma þær lífsstefnu mannsins
þannig að tilvera hans megi verða sem heildstæðast listaverk.
Eins og Ágúst H. Bjarnason minnir okkur á í lok ritgerðar
sinnar um tilfinningalífið, ritgerðar sem í raun varð kveikjan að
hugleiðingum mínum, þá er það þessi „sjálfsþróun", samræming
- „uppþróun til æðra, betra og samræmara lífs“ - sem „ætti að
vera hvers manns mark og mið“.68
Ég þakka heimspekingunum Atla Harðarsyni og Róbert H. Haraldssyni, sem og
ritstjórum Skímis, þarflegar athugasemdir við uppkast þessarar ritgerðar. Margar
þeirra hafa ratað inn í lokagerð hennar. Ritgerðin var samin með styrk úr Rann-
sóknasjóði Háskólans á Akureyri, og er tileinkuð Nóru.
66 Sigurður Nordal ræðir um menntun sem viðkvæmni í Einlyndi og marglyndi,
bls. 101.
67 Sjá erindi mitt, „Að kenna dygð“, flutt á málþingi Rannsóknarstofnunar í sið-
fræði um siðferði, menntun og þroska í Háskóla íslands 15. nóvember (1992),
pr. í Róbert H. Haraldsson (ritstj.), Erindi siðfrœðinnar (Reykjavík: Rann-
sóknarstofnun í siðfræði 1993).
68 „Um tilfinningalífið", bls. 100.