Skírnir - 01.09.1994, Page 43
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
313
legu tilfinningalífi. Með því að tala um sérstöðu heimspekinnar
ætla ég síður en svo að reyna að vekja til lífs fornar hugmyndir
um forystuhlutverk hennar í samfélagi vísindanna. Þvert á móti
vil ég minna á að hvað rannsóknir á tilfinningum áhrærir er heim-
spekin aðeins grein meðal greina og raunar bendir ýmislegt til
þess að t.d. taugalíffræði, læknisfræði, sálfræði, mannfræði og fé-
lagsfræði séu ekki síður í stakk búnar til að sinna þessu verki.
Heimspekileg rannsókn getur ekki grundvallað vísindalegan
skilning á tilfinningum, heldur í besta falli lagt eitthvað af mörk-
um til að dýpka hann á gagnrýninn hátt. Með spurningunni um
eðli heimspekinnar virðumst við aftur á móti endanlega komin í
ógöngur. Ef við hygðumst gera henni viðunandi skil kæmumst
við sennilega aldrei að viðfangsefninu sem við ætluðum að taka
okkur fyrir hendur. Því það leikur ekki einungis vafi á því hvað
heimspeki er, heldur má jafnvel draga í efa hvort „heimspekin" -
rétt eins og „listin“ - sem slík er yfirleitt til. Enda þótt til sanns
vegar megi færa að höfuðspurningar hinnar gömlu evrópsku
heimspeki hafi, að breyttu breytanda, verið hinar sömu í 2500 ára
langri sögu hennar, hefur þeim verið svarað á jafn ólíka vegu og
kenningakerfin voru mörg. Meira að segja heimspekihugtakið
sjálft er svo margrætt og umdeilt að það er nánast ógerlegt að
finna því einn ákveðinn merkingarramma. Hafi einhvern tíma
verið til slíkur rammi var hann sprengdur með innreið nútímans
og þeirri óyfirsjáanlegu fjölþættingu sem honum fylgdi á öllum
sviðum menningarinnar.
Þrátt fyrir þessa nauðstöðu gefur auga leið að við getum ekki
orðað neina spurningu sem kallast getur heimspekileg nema hafa
a.m.k. einhverja bráðabirgðahugmynd um heimspeki til viðmið-
unar. En þá veltur allt á því hvort tekst að réttlæta hana eftir því
sem rannsókninni fleygir fram. I eftirfarandi tilraun ætla ég að
miða við eina slíka hugmynd sem ýmsir heimspekingar allt frá
tímum Platons og Aristótelesar og fram á okkar daga hafa gert sér
um iðju sína. Samkvæmt henni er heimspeki að því leyti frá-
brugðin fagvísindum að hún byggir ekki fyrst og fremst á rann-
sókn einstakra staðreynda eða alhæfingum þeirra, heldur er hún
skynsamleg orðræða (gr.: „logos“, lat.: „ratio") sem með einhverju
móti fæst við heildina (heild skilningsins, tungunnar, verunnar