Skírnir - 01.09.1994, Side 46
316
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
aldar um tilfinningar, „paþos“ (þjáning, ástríða), sem ávallt var
með einhverjum hætti tengt geðraunum, sársauka eða sjúk-
dómum,3 og á hugmynd stóuspekinga um mannlega fullkomnun,
„apaþos“ (ástríðuleysi).4 Tilfinningarnar voru taldar eiga upptök
sín í „óæðri“ hluta sálarinnar, þeim sem tengist líkamanum, og
truflar „æðri“, vitsmunalega starfsemi hennar. Þetta mannfræði-
lega mat endurspeglar hið nána samband í hugum Grikkja á milli
mannfræði og stjórnmála: Þeir einir áttu að stjórna öðrum sem
höfðu tilfinningalega sjálfsstjórn.5 Hinu jákvæða mati á skynsem-
inni sem hinu karlmannlega, virka og ráðandi afli, samsvaraði nei-
kvætt mat á tilfinningunum sem hinum óvirka, kvenlega og und-
irgefna hluta mannskepnunnar. Tilfinningar, ástríður og girnd
3 Þetta má sjá þegar í hinni svokölluðu forsókratísku heimspeki. Sjá t.d. í safni
H. Diels og W. Kranz, Die Fragmente der Vorsokratiker, 3 bindi, Berlín 1951,
brot 58 D 6,9 („Varist að vekja geðshræringar“) og 68 B 31 eftir Demókrít
(„Læknislistin læknar sjúkdóma líkamans, viskan leysir sálina undan geðs-
hræringum"). Hjá Platoni gætir meiri óvissu. Oðrum þræði heldur hann því
fram að skynsamleg þekking eigi að hefja sig yfir tilfinningarnar (Tímaíos 69 c
o. áfr., Ríkið 476 a o. áfr., Faídon 69 a), annars staðar telur Platon skynsemis-
þekkinguna eiga að innlima tilfinningarnar (Fílehos 21 d o. áfr., Prótagóras 352
o. áfr., Lögin 732 e o. áfr.). Þekktasta dæmið um síðarnefndu tilhneiginguna er
eflaust kenning Platons um „eros“, sem hann setti fram í ritunum Sam-
drykkjunni og Faídrosi og átti að miðla á milli reynsluheimsins og frum-
myndaheimsins. Hjá Aristótelesi er dyggðin sammerk með tilfinningarí/ór«««
[Siðfrœði Nikómakkosar, II. bók, 1106 b 22 o. áfr., III. bók, 1119 b). Enn í dag
eru orð sem dregin eru af „paþos“ notuð um afbrigðilegt eða sjúklegt ástand,
eins og enska orðið „pathological“ ber ótvíræðan vott um.
4 Stoicorum Veterum Fragmenta. Collegit Ioannes ab Arnim, Leipzig 1902-24,
I. bindi, brot nr. 205/121; III. bindi, brot nr. 448. Sama máli gegnir um
Epikúr, sem setti manninum það markmið að temja sér „ataraxíu", sársauka-
og ástríðulaust jafnaðargeð (Ep. 3).
5 Nánar er fjallað um þessa samfellu hjá W. Jaeger, Paideia. Die Formung des
griechischen Menschen, Berlin/New York 1973 og hjá M. Foucault, Histoire
de la sexualité, 2. bindi: L’usage desplaisirs, Paris 1984. Þessa pólitíska mynd-
máls gætir víða í fræðiritum um tilfinningar. Til dæmis líkir S. Freud, mikil-
virkasti kenningasmiður djúpsálarfræðinnar, á einum stað sjálfinu við „valda-
klíku", hvötunum við „múginn“ og varnarháttum sjálfsins við „pressuna",
sem hin ráðandi öfl misnota í þágu eigin hagsmuna (Hemmung, Symptom und
Angst, í: Sigmund Freud, Studienausgahe, bindi VI, Frankfurt a.M. 1971, bls.
238). Fram á okkar daga eru flestir stjórnmála(karl)menn á einu máli um að
best sé að stjórna samfélaginu með því að halda hvers kyns „tilfinninga-
ákvörðunum“ í skefjum.