Skírnir - 01.09.1994, Síða 47
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
317
eru svo að segja „hornkerlingar“ mannssálarinnar: Það er auðvelt
að verða óstöðugum og spillandi áhrifum þeirra að bráð ef maður
teflir ekki fram gegn þeim hófsamri stjórn skynseminnar.
Á síðmiðöldum og einkum frá upphafi nýaldar tók smám
saman að gæta tilhneigingar til að greina á milli tveggja flokka til-
finninga: Annars vegar hinna svonefndu „emotiones“, sem eru
skyndilegar, heiftarlegar gcðshrænngar, og hins vegar hinna svo-
kölluðu „passiones", sem eru djúprættar og vanabundnar ástríð-
ur, samofnar persónuleikanum.6 Ólíkt þessum tveimur megin-
flokkum tilfinninga ríkti nánast alger samstaða meðal heimspek-
inga, allt frá T. Hobbes, I. Kant og fram til L. Wittgensteins, um
þekkingarfræðilegt gildi þriðja flokksins, sem eru kenndirnar eða
skynhrifin („sensations").7 Þessi flokkur þurfti ekki að koma
heimspekingum í alltof mikla geðshræringu, því hinn sjáanlegi
ytri heimur og hin sjáanlegu viðbrögð mannsins virtust ótvírætt
tengjast eins og orsök og afleiðing - og maðurinn er víst ekki
ábyrgur fyrir skynhrifunum sem hann verður fyrir. Þótt því fari
fjarri að þessi þrískipting hafi alltaf verið skörp, eins og best má
sjá á því að enn í dag verður sérhver heimspekileg umfjöllun um
tilfinningar að byrja á hugtakaskilgreiningu, má segja að hún hafi
í meginatriðum haldist fram á okkar daga.
Þrátt fyrir að tilfinningarnar hafi lengst af verið hornrekur í
ríki skynseminnar gætti jafnan nokkurra undantekninga. Til
dæmis um skóla og fræðikenningar sem með einu eða öðru móti
veittu tilfinningunum einhverja uppreisn æru mætti nefna mann-
hyggju endurreisnartímans,8 viðleitni skosku „moral-sense“-
heimspekinnar á 18. öld og nytjastefnunnar til að grundvalla sið-
fræði á siðferðiskenndum („moral sentiments"),9 tilraun B.
Pascals til að tefla „rökvísi hjartans" („logique du cœur“) gegn
6 Sjá greinina „Affekt“ í: Historisches Wörterbucb der Philosophie, 1. bindi, Ba-
sel 1971, dálkur 93 o. áfr.; Cicero, Tusculanae disputationes 4, 10; Árelíus
Ágústínus, De civitate dei IX, 4.
7 I. Kant, Kritik der Urteilskraft, B 9; T. Hobbes, Leviathan, 1. og 6. kafli; L.
Wittgenstein, Philosophische Untersuchungen, § 244 o. áfr.
8 Sjá t.d. M. d. Montaigne, Essais (útg. A. Thibaudet), Paris 1950, 1.20, 2.12.
9 A. A. C. Earl of Shaftesbury, An inquiry concernmg Virtue; F. Hutcheson, An
inquiry concerning the Original of our Ideas of Virtue and Moral Good;