Skírnir - 01.09.1994, Page 48
318
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKlRNIR
andköldum rökum skynseminnar10 og kenningar J. J. Rousseaus
og A. Schopenhauers um siðferðilegt hlutverk samúðarinnar.* 11
Verulegur skriður komst þó ekki á endurskoðun sambands skyn-
semi og tilfinninga fyrr en fagurfræðin tók að festa sig í sessi sem
sjálfstæð grein innan heimspekinnar.12 Eftir að menningarlegt
andrúmsloft Evrópu hafði mettast af hreintrúarstefnunni og til-
finningaseminni svokölluðu á síðari hluta 18. aldar var í rómantík
19. aldarinnar loks svo komið að tilfinningarnar höfðu yfirtekið
það hlutverk sem hugsunin hafði haft með höndum á tímum for-
rómantísku upplýsingarinnar.13 Auk höfunda á borð við L. Feu-
erbach og S. Kierkegaard14 var það síðan einkum F. Nietzsche
sem undir lok 19. aldar hóf tilfinningarnar til vegs og heimspeki-
legrar virðingar sem náði langt út fyrir fagurfræðilegt gildi þeirra.
Bæði uppreisn rómantíkurinnar gegn ofríki skynseminnar og
viðleitni Nietzsches til að kynda enn frekar undir þessari upp-
reisn með því að snúa andstæðupörunum tilfinningar/skynsemi
og sjúkleiki/heilbrigði hreinlega við, nærðust engu að síður á
sama gildismati og lá þessum andstæðum til grundvallar og voru
því að vissu leyti á valdi þeirra: Nú var tilfinningalaus skynsemin
D. Hume, Enquiries concerning the Human Understanding and concerning
the Principles of Morals. Oll ritin í: Selby-Bigge (ritstj.), British moralists, New
York 1965.
10 B. Pascal, Pensées (útg. L. Brunschvicg), í: Les grands écrivains de la France,
bindi XII-XIV, Paris 1904-1914.
11 J. J. Rousseau, Ahhandlung iiber den Ursprung und die Grundlagen der Un-
gleichheit unter den Menschen (þýsk þýðing), í: Schriften (ritstj. H. H. Ritter),
Frankfurt-Berlin-Wien, 1981, I. bindi, bls. 218; A. Schopenhauer, Preisschrift
iiber die Grundlage der Moral, í: Arthur Schopenhauer, Werke in 10 Banden
(ritstj. A. Húbscher), Zurich 1977, bindi VI, bls. 225-315.
12 A. G. Baumgarten, Ásthetica, 1750, §30; I. Kant, Kritik der Urteilskraft, §§ 2
og 6; F. Schiller, Uber Anmut und Wiirde, í: Philosophische Schriften und
Gedichte (ritstj. E. Kúhnemann), Leipzig 1909.
13 Novalis, Schriften, 1. bindi (ritstj. P. Kluckhohn/R. Samuel), Stuttgart 1975,
bls. 96.
14 L. Feuerbach, Grundsdtze einer Philosophie der Zukunft, í: Werke, 3. bindi
(ritstj. E. Thies), Frankfurt a. M. 1975, bls. 298 o. áfr.; S. Kierkegaard,
Abschlieflende unwissenschaftliche Nachschrift zu den philosophischen
Brocken (þýsk þýðing), 2. hluti, í: Gesammelte Werke, Dússeldorf/Köln
Gútersloh 1982, bls. 138 o. áfr.