Skírnir - 01.09.1994, Qupperneq 50
320
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
ar“ („Stimmungen").17 í kaflanum sem hér fer á eftir ætla ég að
freista þess að gera nokkra grein fyrir helstu niðurstöðum þessara
tveggja rannsóknarhefða, einkum þó þeirrar síðarnefndu.18
III. Vitið í tilfinningunum
Svo ólíkar og ósambærilegar sem ofangreindar rannsóknarhefðir
kunna að virðast við fyrstu sýn eiga þær þó tvær forsendur sam-
eiginlegar, sem hefja þær yfir allar fyrri tilraunir heimspekinga til
að henda reiður á tilfinningunum. Samkvæmt þessum forsendum
eru mannlegar tilfinningar, þ.e. bæði geðshræringar og stemning-
ar, í senn fjarskyldari líkamlegum fyrirbærum á borð við skyn-
hrif, kenndir og hvatir og náskyldari huglægum fyrirbærum eins
og þekkingu, skoðunum og gildisdómum, en heimspekingar
vildu lengst af hafa fyrir satt. Sameiginlegur útgangspunktur
beggja hefða er m.ö.o. sá að tilfinningarnar séu ekki fyrst og
fremst líkamleg fyrirbæri heldur vitundarfyrirbæri. Reynum nú
að varpa ljósi á þessar hugmyndir með því að líta fyrst stuttlega á
nokkra meginþætti kenningar fylgismanna Wittgensteins um
geðshræringar.
Ólíkt einberum hvötum og kenndum (eins og t.d. svengd og
höfuðverk), sem eru að mestu ósjálfráð líkamleg ferli eða óvirk
viðbrögð við innri eða ytri áreitum, auðkennir það geðshræringar
(eins og t.d. reiði, ótta og öfund) í fyrsta lagi að þær hafa ákveðna
17 M. Scheler, Der Formalismus in der Ethik und die materiale Wertethik,
Múnchen 1966; E. Bloch, Das Prinzip Hoffnung, Frankfurt 1973; M.
Heidegger, Sein und Zeit, í: Martin Heidegger Gesamtausgabe, 1. bindi,
Frankfurt a.M. 1975; sami, Die Grundbegriffe der Metaphysik - Welt, End-
lichkeit, Einsamkeit, sama útg., 29./30. bindi, 1983. I umfjöllun minni um
stemningarnar styðst ég einkum við túlkun E. Tugendhats, Selbstbewujitsein
und Selbstbestimmung. Sprachanalytische Interpretationen, Frankfurt a. M.
1979, sem eftir því sem ég fæ best séð er eina alvarlega tilraunin sem gerð hef-
ur verið til að tengja saman rannsóknarniðurstöður engilsaxnesku heimspek-
innar og meginlandsheimspekinnar.
18 Um geðshræringarnar get ég verið því fáorðari sem þeim eru gerð ítarlegri skil
í grein Kristjáns Kristjánssonar, „Um geðshræringar", sem birtist í þessu hefti
Skírnis. Til að gæta samræmis og valda ekki meiri orðavanda en fyrir er, fylgi
ég þýðingu Kristjáns á enska orðinu „emotion“ (þý.: „Affekt”) sem „geðs-
hræring“.