Skírnir - 01.09.1994, Blaðsíða 51
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
321
stefnu og ákveðið viðfang, sem bæði auðkennir þær hverja fyrir
sig og skilur á milli þeirra.19 Þessi viðföng geðshræringanna geta
verið hin ólíkustu, raunveruleg eða ímynduð, ytri eða innri, með-
vituð eða ómeðvituð, hvatir, kenndir, hugsanir, athafnir, persón-
ur eða hlutir. Til dæmis er viðfang sorgarinnar - það sem hún
bregst við og beinist að - fráfall nákominnar persónu, viðfang
óttans ókominn skaðlegur atburður, góðverk viðfang þakklætis-
ins og bágindi viðfang samúðarinnar.
I öðru lagi greinir það geðshræringarnar frá „blindu" við-
bragði hvata og kennda að þær hafa vitrcent inntak sem felur í sér
skoðun eða afstöðu. Þegar ég segi: „Eg er hræddur við hundinn"
meina ég „ég er hræddur um að hundurinn bíti mig“. A sama hátt
er reiðin ekki aðeins viðbragð við neikvæðu áreiti, heldur felur
hún jafnframt í sér þá skoðun að tiltekin persóna hafi beitt mig
rangindum með því að sýna mér ómaklega lítilsvirðingu og eins
liggur sú skoðun öfundinni að baki að einhver annar hafi orðið
þess aðnjótandi sem mig fýsti í. Glöggt má sjá hvernig þessi vits-
munalega afstaða geðshræringanna greinir þær frá hvötunum með
því að bera geðshræringuna ást saman við kynhvötina: Ef ég er af
heilum hug ástfanginn af annarri manneskju vekur hún jafnframt
hjá mér kynhvöt, en ég elska ekki endilega hverja þá manneskju
sem ég girnist kynferðislega. Eg get meira að segja girnst mann-
eskju sem mér stendur að öðru leyti á sama um, en það er ósenni-
legt að úr því verði ást. Ástin felur að þessu leyti í sér tilfinninga-
lega afstöðu til kynhvatarinnar - þá skoðun að mér þyki gott að
vera í návist persónunnar sem ég elska, ósk um að henni megi
farnast vel o.s.frv.
Eðli geðshræringa er þó ekki nægilega lýst með því að til-
greina að þær hafi ákveðið viðfang, vitsmunalegt inntak og feli í
sér skoðun eða afstöðu, heldur verður jafnframt að gefa því gætur
að viðfangið varðar ætíð með einhverjum hætti okkur sjálf. Af-
staða geðshræringa er m.ö.o. hvorki hlutlæg né ópersónuleg,
heldur felur hún ávallt einnig í sér gildisdóm, sem er huglœgt og
persónulegt mat mitt á því hvernig tiltekið atvik eða tilteknar að-
stæður eru fyrir mig. Þannig staðfestir reiðin ekki með hlutlaus-
19 A. Kenny, Action, Emotion and Will, bls. 67.