Skírnir - 01.09.1994, Síða 52
322
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
um hætti rangindi, heldur er hún persónulegur dómur um að ein-
hver hafi beitt mig órétti, ég finn þá aðeins til þakklætis þegar mér
er hjdlpað og fyllist öfund ef einhverjum öðrum hlotnast það sem
ég sóttist eftir.20 Lítum á einfalt dæmi af sambandi kenndar og
geðshræringar þessu til skýringar. Ef ég rek mig í ógáti á brenn-
heita eldavélarhellu kenni ég ekki aðeins sársauka, heldur bregst
ég jafnframt tilfinningalega við sársaukanum, t.d. með því að
reiðast. Geðshræringin reiði er persónuleg, tilfinningaleg afstaða
mín til sársaukans og hún felur í sér þá skoðun að hellan hafi
skaðað mig. Sá sem er haldinn kvalalosta kann aftur á móti að
bregðast tilfinningalega við sömu aðstæðum með allt öðrum
hætti: Honum þykir kenndin ljúfsár og hann bregst glaður við
henni. Aðrir verða óttaslegnir, enn aðrir taka sársaukanum með
stökustu ró eða láta sér einfaldlega standa á sama.
Annað einkenni geðshræringa er að þær hafa oft (en þó ekki
nauðsynlega) áhrif á vilja okkar og gerðir, eru athafnahvatar.21
Augljós dæmi um þetta eru óttinn og vonin, sem hvetja okkur
ýmist til að reyna að koma í veg fyrir eða stuðla að því að atburð-
ur, sem vænst er, verði að veruleika. Hvað varðar dæmin hér að
framan geta reiðiviðbrögðin við sársaukanum t.d. fengið mig til
að eyðileggja skaðvaldinn og það er kunnara en frá þurfi að segja
hvað ástin getur fengið okkur til að gera. Enn mætti nefna að
geðshræringum fylgir alla jafna (en þó ekki nauðsynlega) ákveðið
látbragð eða líkamlegt háttarlag: Það fer sjaldnast á milli mála
hvernig okkur er innanbrjósts.22
Þótt þessi stutta samantekt á nokkrum meginhugmyndum
málgreiningarheimspekinnar um kennimörk geðshræringanna sé
vissulega ekki tæmandi skulum við nú doka við og huga að einni
efasemd. Hana má orða sem svo: Þótt aðgreining geðshræringa
20 I fljótu bragði séð virðast geðshræringar sem beinast að öðrum persónum,
eins og t.d. öfund, samúð, þakklæti eða aðdáun, brjóta í bága við persónulegt
afstæði geðshræringanna. Þannig get ég auðvitað komist að því að einhver sé í
nauðum staddur án þess að það varði mig nokkru og þ.a.l. án þess að finna til
samúðar með honum. En það greinir samúðina frá tilfinningalausri staðfest-
ingu nauðar annarrar persónu að í samúðinni varðar nauðin jafnframt sjálfan
mig.
21 A. Kenny, sama rit, bls. 60.
22 A. Kenny, sama rit, bls. 14.