Skírnir - 01.09.1994, Side 53
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
323
frá kenndum og hvötum annars vegar og greining vitsmunaeðlis
þeirra hins vegar marki óumdeilanlega stórt framfaraspor í heim-
spekilegum rannsóknum á mannlegum tilfinningum, virðumst
við samt sem áður litlu nær um vitsmunalega sérstöðu þeirra -
það sem skilur vitið í tilfinningunum frá öðru vitsmunalegu at-
ferli. Því augljóslega hafa ekki aðeins geðshræringarnar vitrænt
inntak, heldur allt vitsmunalegt atferli okkar mannanna: Við
hugsum um hluti og atvik, höfum skoðanir á þeim, fellum dóma,
tökum ákvarðanir og breytum í samræmi við þau, án þess að
geðshræringar þurfi þar beinlínis að koma við sögu.
Fyrstu vísbendinguna um leiðina úr þessum vanda er að finna
í því sem ég kallaði áðan huglægni geðshræringanna: Vitsmuna-
legt inntak þeirra einskorðast ekki við hlutina eða atvikin sem
þær bregðast við og beinast að, heldur leiða þær ávallt einnig í
ljós hvort og hvernig viðföngin varða mig, „koma mér við“ eins
og sagt er. I geðshræringunum verð ég þess áskynja hvort að-
stæðurnar eru góðar eða vondar, gagnlegar eða skaðlegar fyrir
mig. Almennt dæmi þessu til skýringar er athafnagleðin, þ.e.
ánægjan sem við höfum af tilteknum athöfnum. Við getum í
rauninni ekki vitað hvaða athafnir gefa lífi okkar gildi eða sam-
rýmast „góðu lífi“ sjálfum okkur til handa nema af því einu hvort
þær veita okkur raunverulega gleði og ánægju. Sama máli gegnir
um ástina eða vinarþelið (gr.: ,,fílía“), sem Aristóteles skipaði á
bekk með geðshræringum: Eg get ekki komist að því með skyn-
semisrökum við hverja mér líkar eða hverja ég tel til vina minna,
heldur aðeins með rökum tilfinninganna sem „þekkja“ að hverj-
um mér geðjast og hverja ég umgengst með ánægju.
Við getum gert okkur enn betri grein fyrir því að hér er um
raunverulega vitsmunalega sérstöðu geðshræringa að ræða með
því að bera þær sem snöggvast saman við hugsunina, þ.e. það at-
ferli sem okkur er tamast að kenna við vitsmuni: Hugsunin er
virkt, vitsmunalegt atferli sem getur hugtekið allt sem er, nema
hvað hún getur ekki samtímis því hugtekið hugveruna eða hið
hugsandi „sjálf“ með sama hætti. Geðshræringar beinast aftur á
móti ekki einasta að ákveðnu viðfangi, heldur kunngera þær mér í
sama vetfangi að hlutirnir varða sjálfan mig og hvernig þeir gera
það. Þær eru að þessu leyti ísenn veraldarreynsla og sjálfsreynsla: