Skírnir - 01.09.1994, Side 54
324
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
Reynsla af því hvernig komið er fyrir mér í tilteknum aðstæðum.
Þessi sjálfsreynsla geðshræringanna er ekki sjálfsskoðun, heldur
sjálfstilfinning þar sem hið hugsandi sjálf verður fyrir veruleika
sínum.23
Þar sem geðshræringar beinast að ljóst eða óljóst skilgreindum
og afmörkuðum viðföngum og sjálfsreynsla þeirra er að sama
skapi „innifalin“, þ.e. aðstæðubundin og óbein, vaknar sú spurn-
ing, hvort til sé einhvers konar bein og miðlunarlaus tilfinninga-
leg sjálfsreynsla. Og þar með erum við komin að kjarna málsins,
því það var einmitt tilgáta Heideggers að stemningar á borð við
trega, fögnuð, angist, beiskju, hrifningu, örvæntingu og depurð
séu slíkt hreint tilfinningalegt ástand sem „litar“ alla reynslu okk-
ar með einu eða öðru móti og sýnir okkur þannig hverju sinni
hvernig komið er fyrir okkur yfirleitt.
Það fyrsta sem gagnrýninn lesandi hlýtur að reka augun í þeg-
ar slíkt ástand ber á góma er að það virðist vanta öll helstu kenni-
mörk geðshræringanna: Stemningarnar hafa enga beina stefnu,
ekkert ákveðið viðfang, ekkert skýrt skilgreinanlegt vitsmunalegt
inntak og hvetja ekki til neinna sérstakra athafna. Það þarf því
engan að undra þótt málgreiningarheimspekingar hafi ýmist snið-
gengið stemningarnar þegjandi og hljóðalaust eða hreinlega neit-
að því að um raunveruleg og marktæk fyrirbæri væri að ræða.24
Rökstuðningur þeirra er jafnan á þann veg að þar sem frumfor-
senda geðshræringa er að hafa ákveðið viðfang sé fásinna að gera
ráð fyrir „viðfangslausum geðshræringum“.25 En þessi mótrök
eru á misskilningi byggð. Því stemningarnar eru alls engar geðs-
hræringar, þótt vissulega séu þær tilfinningalegt ástand. Dýpri
rætur misskilningsins má hins vegar rekja til þess að málgreining-
arheimspekingar skilgreina viðfangshugtakið svo þröngt að í
23 Þetta óvirka hlutleysi einkennir allar geðshræringar, eins og sjá má á því að í
orðalagi okkar um þær felst jafnan að við erum þolendur: Við erum ástfangin,
raunamædd, óttaslegin, skelfingu lostin, harmi slegin, gripin af öfund o.s.frv.
24 R. Carnap, „Úberwindung der Metaphysik durch logische Analyse der
Sprache", í: Erkenntnis 11, 1931, bls. 219-241; R. C. Solomon, The Passions,
New York 1976; sami, „Emotions and Choice“, í: Understanding Emotions
(ritstj. A. O. Rorty), Berkeley/Cal. 1980, bls. 251-281.
25 A. Kenny, sama rit, bls. 60 o. áfr.