Skírnir - 01.09.1994, Page 56
326
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
sem er í heild" („das Seiende im Ganzen“), sem hann gerði í
merkum innsetningarfyrirlestri við háskólann í Freiburg árið
1929 undir heitinu Hvað er frumspeki?2S Fyrra hugtakið er fræði-
legt safnhugtak, sem jafnframt lýsir hlutmiðuðum veraldarskiln-
ingi vísinda og hefðbundinnar heimspeki: Alheiminum sem sam-
anlagðri heild allra veraldlegra hluta og maðurinn stendur
andspœnis. Síðara hugtakið gengur aftur á móti út frá sjálfmiðuð-
um veraldartengslum mannsins: Umheiminum sem hagnýtu
athafnarými mannsins og hann er ávallt þegar staddur í. Það sem
skiptir Heidegger mestu er að benda á að maðurinn fæst aldrei
aðeins við samansafn einstakra hluta, heldur eru hlutirnir honum
alltaf þegar gefnir í tengslum við „það sem er í heild", sem er í
senn takmarkað, hagnýtt og sögulega opið heildarsamhengi.
Ef við horfum nú aftur til gagnrýni málgreiningarheimspek-
inga má sjá að raunverulega ástæðan fyrir því að þeir afneita
stemningum er sú að þeir hafa ekki yfir að ráða nógu víðu hug-
taki af veröldinni sem merkingarbæru athafnarými mannsins. Og
það er einmitt af þessari ástæðu sem þeir líta svo á að aðgreining-
in á milli hvata og kennda annars vegar og geðshræringa hins veg-
ar sé fullnægjandi. Þótt samanburður við skýrt afmörkuð viðföng
geðshræringa sýni að viðfang stemninga er stefnulaust, opið og
óákveðið (vanalega er því m.a.s. svo farið að við gerum okkur
fyrst grein fyrir því hvernig við erum stemmd fyrir tilstilli ákveð-
innar geðshræringar), rýrir það ekki heimspekilegt gildi þeirra,
heldur er hér einmitt um að ræða sérstakt auðkenni þeirra sjálfra.
Við skulum því ekki dvelja lengur við að réttlæta tilvist
stemninganna heldur huga beint að þeim sjálfum. Þumalfingurs-
reglan um hvort tiltekið tilfinningalegt ástand getur talist geðs-
hræring eða stemning er að við svörum spurningum eins og
„hvernig hefur þú það?“ eða „hvernig líður þér?“ alla jafna með
því að skírskota til þess hvernig við erum stemmd.29 Og tökum
þá fyrst eftir því að þessari spurningu getum við svarað á hverju
augnabliki lífs okkar sem við erum með fullri rænu, en það er í
samræmi við þá viðbótartilgátu Heideggers að við séum ávallt
28 M. Heidegger, Was ist Metaphysikt, Frankfurt a. M. 1969, bls. 30 o. áfr.
29 Sjá E. Tugendhat, Selbstbewufhsein und Selbstbestimmung, bls. 207 o. áfr.