Skírnir - 01.09.1994, Page 58
328
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
Okkur líður ekki aðeins „vel“ eða „illa“ heldur fela þessi svör
alltaf í sér að við erum „hamingjusöm“ eða „örvæntingarfull“.
Tilfinningaleg líðan felur m.ö.o. ætíð í sér vitsmunalegt mat á lífs-
aðstöðu okkar í ljósi þess hvernig við óskum að haga lífinu eða
viljum lifa því, þ.e. í ljósi þeirra hugmynda sem við gerum okkur
um „gott líf“ eða „tilgang lífsins“.30
A sama hátt og geðshræringarnar gefa til kynna hvernig
ákveðnir hlutir eða atvik eru fyrir okkur í ákveðnu tilliti, getum
við nú sagt að stemningarnar séu hreinar sjálfstilfinningar einnig í
þeim skilningi að þær draga fram í dagsljósið sjálfar vilja- og
athafnaforsendur okkar. I stemningunum „verðum" við með
óvirkum hætti „fyrir“ árangri og árangursleysi vilja okkar og at-
hafna - og að þvi leyti „líður“ okkur „vel“ eða „illa“. Á hinn
bóginn hafa þær einnig virk áhrif á athafnavilja okkar, en í þetta
sinn ekki viljann til ákveðinna athafna eins og þegar geðshræring-
arnar eiga í hlut, heldur á það sem með réttu nefnist lífsvilji.
Ef lífsviljinn þverr og allt hefur glatað merkingu og tilgangi
hellist yfir okkur örvænting eða þunglyndi. Slíkt tilfinningalegt
ástand er ekki aðeins altæk sjálfstilfinning á sama hátt og hinar
„hversdagslegu“ stemningar, sem sýna hvernig fyrir okkur er
ástatt í heiminum hverju sinni í ljósi hinna margslungnu vilja- og
athafnaforsenda okkar, heldur er það þvert á móti einmitt skilyrt
af því að lífsviljinn finnur sér ekkert viðfang. Og þar með erum
við komin að hápunkti kenningar Heideggers um að stemningar á
borð við angist, örvæntingu og þunglyndi hafi ekki aðeins
30 Hér kemur til skjalanna enn ein hlið á tilfinningunum, sem er afstæði þeirra
við lífsreynslu. Það er alkunna að skoðanir og mat eru hvorki sprottin af sjálf-
um sér né haldast þau alltaf óbreytt, heldur mótast og geta tekið miklum
stakkaskiptum í hlaupi lífsins. Þau eru háð ýmiss konar reynslu, sem aftur á
móti er undirorpin mati og sjálfstúlkunum. Tilfinningarnar eru því í senn
mótaðar og mótandi fyrir lífsreynslu okkar. Þessi (ævi)sögulegi þáttur mann-
legra tilfinninga er aðalviðfangsefni allrar djúpsálarfræði, sem skilgreinir hug-
veru einstaklingsins með tilliti til þróunar tilfinninga hans frá bernsku. En til-
finningarnar eru ekki aðeins tengdar persónulegu og einstaklingsbundnu gild-
ismati, heldur eru þær um leið skorðaðar í ákveðinni félagslegri og menning-
arlegri umgjörð. Persónulegt mat okkar á mönnum og málefnum er litað af
félagslegum gildum sem við innbyrðum og látum stjórnast af til að komast hjá
árekstrum og óþægindum.