Skírnir - 01.09.1994, Síða 64
334
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
geymir vonir okkar og kvíða. Eins greinir það fortíð okkar frá
fyrri punkti hins línulega tíma að hún er ekki aðeins „liðin“ og
eilíflega horfin í aldanna rás, heldur lifandi fortíð sem fylgir okk-
ur við hvert fótmál í líki ævisögu okkar. En þótt styrkur okkar sé
einmitt fólginn í getu til að sporna við framrás tímans og taka líf-
ið í okkar eigin hendur, má ekki gleyma því að þessi máttur er í
raun vanmáttur, svo að segja fenginn að láni hjá ofurmætti tím-
ans. Frá þessu sjónarhorni séð er lífstíminn frestur, sem þegar
best lætur veitir tímabundið skjól fyrir storminum sem dauðinn
lætur bylja á okkur.
Bandaríski sálgreinandinn P. Hartocollis heldur því fram í
merkri grein um samband tilfinninga og tíma að tímatengsl leið-
indanna einkennist öðru fremur af óþolinmæði gagnvart nútíð-
inni („impatience with the present"), sem tengist hvorki framtíð
né fortíð.33 Með þessari skýringu telur Hartocollis sig geta greint
leiðindin frá tveimur skyldum fyrirbærum, þunglyndi og angist.
Því meðan sá sem er haldinn þunglyndi er hnepptur í fjötra for-
tíðarinnar stendur hinn angistarfulli berskjaldaður frammi fyrir
framtíðinni.34 En þessi skýring segir ekki nema hálfa söguna. Frá
hinni hliðinni greinir annar sálkönnuður, svissneski geðlæknirinn
L. Binswanger, höfundur hinnar svokölluðu „tilvistargreiningar"
(„Daseinsanalytik"). Á einum stað lýsir Binswanger leiðindunum
á þann veg, að þau reyni
annars vegar að ‘fylla út tímann’ með því að taka sífellt út 'augnablikið'
sem á að leysa okkur úr ánauð þeirra [leiðindanna] og hins vegar með
því að fylgjast með sleitulausum gangi klukkuvísisins sem mælir gang
tímans með hlutlægum hætti.35
Ekki fer á milli mála að orð Binswangers stangast á við um-
sögn Hartocollis. Því ef það auðkennir hátterni þess sem leiðist
að hann reynir án afláts að grípa eitthvert ókomið augnablik til að
33 P. Hartocollis, „Time as a Dimension of Affects", í: Journal of tbe American
Psychoanalytic Association Vol. 20, New York 1972, bls. 97.
34 Nánar er fjallað um samband sálrænna truflana og tímavitundar í bók M.
Theunissens, Negative Theologie der Zeit, Frankfurt a. M. 1991, einkum bls.
37-86 og 218-281.
35 L. Binswanger, Schizophrenie, Pfullingen 1957, bls. 257.