Skírnir - 01.09.1994, Side 68
338
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
„tilfinningalaus tilfinning“ óskiljanleg nema við leiðum okkur
fyrir sjónir að lífræn forsenda þeirra er það sem sálfræðin myndi
kalla neikvæða hvataspennu - ófullnægð þörf sem við mætum
með sinnuleysi. Af þessum sökum mynda leiðindin svo að segja
tvöfalda mótsögn bæði við áhugann og eirðina. Nánar tiltekið er
hér um tvær ólíkar mótsagnir að ræða. Eirðin myndar mótsögn
við leiðindin að því leyti að hún er fullkomin andhverfa þeirra:
Við höfum því aðeins eirð í okkur að við hefjum okkur með öllu
yfir spennu hvatalífsins, og gildir þá einu hvort um er að ræða
ólgandi hvatir eða algeran doða. Áhuginn og leiðindin mynda aft-
ur á móti að því leyti veikari andstæðu að þau horfast svo að segja
í augu: Leiðindin eru áhugalaus, áhuginn er laus við leiðindi. En
„áhugi“ getur verið af ólíkum toga. Það sem Revers kallar áhuga
er einber nýjungagirni, sem enn er ekki tekin að örvænta um
sjálfa sig. Raunar er það einmitt þetta samband á milli leiðinda og
forfallinnar veraldarhyggju sem frægustu landkönnuðir leiðind-
anna hafa allar götur lagt mesta áherslu á. I Hugunum franska
stærðfræðingsins og heimspekingsins B. Pascals er mannlífið
strengt á milli leiðinda („ennui") og þeirrar fánýtu iðju að drepa
leiðindunum á dreif („divertissement"), að „drepa tímann“, eins
og sagt er.38 Þýski heimspekingurinn A. Schopenhauer, sem efa-
lítið er mikilvirkasti „leiðindafræðingur" heimspekisögunnar, tók
enn dýpra í árinni þegar hann hélt því fram að framvindulögmál
lífsins sé vilji, knúinn áfram af þjáningarfullri vöntunartilfinningu
sem umbreytist í alger leiðindi jafnharðan og hann nær fram að
ganga. Af þessu dró Schopenhauer þá napurlegu ályktun að allt
mannlegt
líf sveiflist, líkt og pendúll, fram og aftur á milli þjáningar og leiðinda,
sem eru, þegar öll kurl koma til grafar, báðar síðustu frumeindir þess.39
Við nánari athugun má sjá að fyrirmynd allra þessara höfunda er
sú gerð leiðindanna sem hvílir á nýjungagirninni og nefna mætti
38 Sjánmgr. 10.
39 A. Schopenhauer, Die Welt als Wille und Vorstellung, Erster Band, § 57. I:
Arthur Schopenhauer, Werke in 10 B 'ánden, bindi I, 2, bls. 390.