Skírnir - 01.09.1994, Page 69
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
339
yfirborðsleg eða hlutbundin leiðindi, til aðgreiningar frá djúpum
eða óhlutbundnum leiðindum. Sama máli gegnir um annan þýsk-
an heimspeking, H.-G. Gadamer, sem segir leiðindin vera tóm-
leikakennd sem grípur okkur þegar við viljum nýta tímann, án
þess að vita til hvers:
I þessu ástandi ræður maður ekki tímanum, vegna þess að maður veit
ekki til hvers ætti að nýta hann. Manni leiðist vegna þess að maður hefur
ekkert fyrir stafni. Ráðstöfunar, skipulagningar og nýtingar u'mans gætir
svo að segja með neikvæðum hætti.40
Lýsing Gadamers sýnir ótvírætt að framtíðartengsl forvitnu leið-
indanna eru hlutbundin, hversu máttvana sem þau annars kunna
að vera. Framtíðartengslin eru máttvana vegna þess að hinn leiði
væntir einungis atburða sem ekki fela í sér neina nýjung. Forvitn-
in eða nýjungagirnin myndar hvatagrunn framtíðartengslanna,
hvataspennuna sem vanalega lætur okkur bíða spennt eftir hinu
ókomna. En
í leiðindunum tengist einmitt þessi spenna eftir hinu ókomna, vonleys-
inu um að nokkuð nýtt muni gerast. Án tilkomu þessarar vonleysistil-
finningar eru leiðindin ekki leiðindi.41
Þetta vonleysi - í upprunalegri merkingu latneska orðsins
„desperatio“, þegar við bókstaflega gefum alla von upp á bátinn -
hefur alla tíð verið talið hámark og lokastig leiðindanna. Skýrt
dæmi um það er hugun nr. 131 í safni Pascals, sem ber einmitt
heitið „Leiðindi“:
Ekkert er manninum jafn óþolandi og algert aðgerðarleysi, að hafa engar
ástríður, engin viðfangsefni, ekkert til að dreifa huganum, engin verk-
efni. Þá skynjar hann hversu fánýtur, yfirgefinn, ófullnægður, háður,
vanmáttugur, tómur hann er. I sama vetfangi rísa úr djúpi sálar hans leið-
indi og myrkur, hryggð, eymd, ógleði, örvænting.42
40 H.-G. Gadamer, „Uber leere und erfúllte Zeit“ í: W. Ch. Zimmerli og M.
Sandbothe (ritstj.), Klassiker der modernen Zeitphilosophie, Darmstadt 1993,
bls. 285-286.
41 W. J. Revers, Die Psychologie der Langeweile, bls. 58.
42 Sjá nmgr. 10.