Skírnir - 01.09.1994, Side 72
342
MAGNÚS DIÐRIK BALDURSSON
SKÍRNIR
lausan, uppáþrengjandi veruleika. Þar sem mannveran er sjálf
hluti þessa veruleika, skynjar hún sjálfsveru sína í leiðindunum
sem hlutveru, sem þjarmar að henni sjálfri. I slíku ástandi höfum
við því tilhneigingu til að klóra okkur, geispa eða aka okkur á
stólnum. Vegna þess að „veröldin sem slík“ hefur glatað merkingu
sinni og er orðin að hreinu factum brutum, sökkvum við svo að
segja í líkamleikann, beinustu skynjun hlutveruleika okkar.
Minnug þess sem áður sagði um samband tíma og veruleika -
að tíminn væri innsta lögmál veru okkar í heiminum, því hann
ríkir ekki aðeins umhverfis og yfir okkur, heldur einnig í og
gegnum okkur - getum við nú greinilega séð að við erum komin
að innsta kjarna tímanleika leiðindanna, kjarnanum sem liggur
fólginn í veruleikatengslum mannverunnar yfirleitt. Þetta má
einnig orða sem svo: Leiðinleg nútíð meinar mér að glæða hlut-
lægan veruleika tímans merkingu og þar með að ljá veruleika
mínum merkingu. Mér er einungis varpað í tímann án þess að ég
geti beint honum í merkingarbærar brautir. Ef við höldum okkur
við setninguna „mér leiðist (sjálfum)", mætti spyrja: Hvaða
„sjálf“ veldur leiðindunum og hvaða „sjálfi" leiðist? Samkvæmt
ofansögðu liggur nærri að svara: Mér, sem er varpað í tímann,
leiðist sem þeim, er verður að framfylgja tímanum, en getur það
ekki. Mér dauðleiðist vegna þess að ég berst stjórnlaust með tím-
anum, sem einn og sér er fjandsamlegt afl er dæmir allt og alla til
hrörnunar og dauða. En einmitt vegna þess að leiðindin varna
mér þess að framfylgja tímanum á merkingarbæran hátt, verður
tíminn áberandi sem það sem ég œtti að takast á við. Framvinda
tímans, sem umlykur mig án þess að ég fái nokkru um ráðið og
yfirbugar tíma lífsins, verður áberandi vegna þess að ég get þá að-
eins beint henni í tímavíddir tilveru minnar ef mér lánast að fram-
fylgja henni með virkum, merkingarbærum hætti.
Nú er ekki einungis orðið ljóst hvernig tímatengsl leiðindanna
grundvallast í raunveruleikatengslum mannverunnar yfirleitt,
heldur má jafnframt því sjá að skiptingin í hlutbundin og óhlut-
bundin leiðindi er einnig forsenda aðgreiningarinnar á milli „yfir-
borðslegra" leiðinda, sem veita tímanum ekki sérstaklega athygli,
og „djúpra" leiðinda, þar sem tíminn dregur að sér alla athygli.
Fyrrnefnda afbrigðið getur kallast hlutbundið vegna þess að það