Skírnir - 01.09.1994, Page 73
SKÍRNIR
HEIMSPEKI LEIÐINDANNA
343
skynjar tímann aðeins óbeint í líki tiltekins hlutar eða atburðar.
Aftur á móti einkennir það leiðindin sem óhlutbundið ástand að
þau einblína á tímann sjálfan. I þessu tilviki er tíminn áleitinn
vegna þess að raunveruleikinn er sjálfur áleitinn, og ekki bara ein-
hverjir raunverulegir hlutir. En eins og fyrr sagði má ekki draga
af þessu þá ályktun, eins og Revers gerir, að hlutbundin og óhlut-
bundin leiðindi séu algerlega aðskilin fyrirbæri. Réttara væri að
segja að óhlutbundnu leiðindin búi í þeim hlutbundnu, svo að
segja sem innra takmark þeirra. Hlutbundin leiðindi eru einungis
forstig þeirra óhlutbundnu. I fyrrnefnda afbrigðinu birtast hlut-
irnir ekki einvörðungu sem hlutir í tíma, heldur birtast þeir í
ákveðinni tímamynd, eða svo komist sé enn sterkar að orði: Eina
birtingarmynd slíkra hluta er tímamynd þeirra. Þeir birtast ein-
ungis í Ijósi þess að ferlið sem þeir flækja mig í virðist endalaust.
„Mér leiðist einhver hlutur" merkir: Eg upplifi hlutinn líkt og
hann líði með tímanum, án þess að hann geti vakið áhuga minn.
Við þetta hvílir framrás tímans þegar á mér, þessi framrás sem er
um leið kyrrstaða. Að þessu leyti eru hlutbundin leiðindi alltaf „á
leiðinni" til þeirra óhlutbundnu, þangað sem leiðinlegi hluturinn
teymir þau. Með því að birtingarmynd hlutarins er hrein tíma-
mynd, vísar hluturinn til tímans sjálfs. Leiðinlegir hlutir eru and-
stæða „grípandi" hluta. Það sem grípur mig ekki, sleppir mér.
Leiðinlegir hlutir sleppa mér lausum út í tímann sem fylgir birt-
ingu þeirra. Leiðinlegir hlutir ofurselja mig veruleika, sem er
sviptur allri merkingu og öllum tilgangi. Hreinasta birtingar-
mynd slíks veruleika er tíminn í nekt sinni.
V. Eftirþankar
Að endingu langar mig að leiða hugann að einni efasemd er varð-
ar tilgátuna um þekkingarmátt tilfinninganna og koma með því
móti aftur að því sem sagt var í upphafi um möguleika og tak-
mörk „heimspeki tilfinninga“. Hefur það sem sagt var um stemn-
ingar á borð við djúp leiðindi, þunglyndi eða örvæntingu heim-
spekilegt alhæfingargildi, eða er slík tilvistarleg jaðarreynsla, þar
sem lífið er svipt öllum tilgangi og allri merkingu, ekki miklu
frekar undantekningarástand sem óheimilt er að draga almennar