Skírnir - 01.09.1994, Side 77
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ISLENSKRA FORNLEIFA
347
Sigurður spurðist fyrir um minjar sögualdar og fýsti að vita
um bæjarstæði Ingjalds bónda. Heimamenn sögðu eyna hafa ver-
ið óbyggða á síðari tímum, en á 18. öld byggði Eggert Ólafsson
bæ norðantil á eynni - á rústum Ingjaldsbæjar. Sigurður tók á
sprett og stefndi upp fyrir bæ. Þegar samferðamenn hans komu á
vettvang var Sigurður önnum kafinn við að rannsaka tóftarleifar
sem virtust ganga að hluta undir bæjarhúsin.
„Þetta er tóft mikil,“ sagði Sigurður og þreifaði eftir minnis-
bókinni, „ákaflega fornleg, niðrsokkin og útflött." Hann stikaði
tóftina í flýti. „70 til 80 fet,“ sagði hann móður. „Það er víst, að
hér hefir bær Ingjalds verið,“ kvað hann upp að endingu.
í sögu Gísla Súrssonar var ekki margt annað bitastætt um
Hergilsey frá fornfræðilegu sjónarmiði. Þar er ekki getið örnefna
eða hauga eða annarra hluta er vert væri að rannsaka. Torvelt gæti
reynst að finna menjar um jarðhúsið, fylgsni Gísla í eynni, en þó
var einn blettur sem markverður gæti talist. Bóndi sagði að
munnmæli vísuðu til staðarins þar sem fíflið hafði verið tjóðrað.
Sigurður greip aftur til Gísla sögu, ræskti sig og las upphátt:
Helgi hét son Ingjalds, ok var afglapi, sem mestr mátte vera, ok fífl; hon-
um var sú umbúð veitt, at raufarsteinn var bundinn við hálsinn, ok beit
hann gras úte, sem fénaðr, ok er kallaðr ingjaldsfífl.3
Skammt sunnan við bæinn er hæð sem gengur næstum þvert
yfir eyna. I hæðinni er stuðlaberg og stallar og þar hjá „fornleg“
veggjabrot. „Þar heitir enn í dag Ingjaldsbyrgi," skráði Sigurður
hjá sér. Samkvæmt munnmælum í Hergilsey mun raufarsteinninn
sem nefndur var í sögunni hafa verið rétt hjá Ingjaldsbyrgi. Sagði
bóndi að þar hafi verið steinn á hlóðum, fram á þessa öld. „(Þ.e.
steinn með rauf undir) og fíflið var tjóðrað við,“ skrifaði Sigurður
til minnis.
Hér var fundinn merkur sögustaður og var nú hafist handa
við frekari rannsókn. Sigurður dró upp stálstaf sinn, rak niður og
kannaði svörðinn. Að lokinni þessari athugun hófst hann þegar
3 Saga Gísla Súrssonar. Konráð Gíslason sá um útgáfuna (Kaupmannahöfn
1849), 46-47.