Skírnir - 01.09.1994, Page 81
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA FORNLEIFA
351
Napoleons Bonaparte í lok 18. aldar. í hinum frækna herleiðangri
fannst m.a. Rósettu-steinninn svonefndi er síðar reyndist lykill-
inn að ráðningu á egypsku myndrúnunum.
Athuganir og ævintýraferðir í Asíu og Norður-Afríku bættu
við þekkingu Evrópumanna á fornöldinni, en ógnuðu ekki
heimsmynd og tímatali kristilegrar söguskoðunar. Samkvæmt
henni voru til ritaðar frásagnir allt frá sköpun jarðar til nútíma og
var þar engu við að bæta. Ævafornir og torkennilegir munir sem
fundust í jörðu voru skýrðir á ýmsa vegu. Forngripum og for-
vitnilegum náttúrulegum gripum var gjarnan ruglað saman. For-
sögulegar steinaxir voru taldar hafa verið skruggusteinar, þ.e.
steinar sem féllu til jarðar í þrumum. Við akuryrkju sína fundu
mið-evrópskir bændur fyrir tilviljun forsöguleg leirker. Skýring-
in á tilvist þessara leirkerja er skemmtilegt dæmi um hve minjar
fortíðar voru mönnum framandi. Fræðimenn töldu kerin ekki
vera manngerð, heldur sjálfsprottin í jarðveginum.10 Getgátur
sem þessar þóttu ekki ótrúverðugar, því forsaga var ekki til í huga
fræðimanns eða bónda á 18. öld. Það var engin hefð, hvorki vís-
indaleg né alþýðleg, fyrir því að skýra tilvist ókennilegra muna í
jörðu sem minjar um óþekkt, forn tímaskeið og nafnlaust fólk
sem átti enga sögu.
Vaxandi þjóðernishyggja í ýmsum löndum Evrópu varð for-
vitnum mönnum hvatning til að beina sjónum að merkum minja-
stöðum í heimalöndum sínum. Líkt og í klassískum fornfræðum
var reynt að hnýta saman forsögulegar minjar og fólk sem þekkt
var úr sögulegum heimildum. Þannig var hið fræga Stonehenge á
Englandi talið frá tíð Víkinga, Saxa, Drúðíða, Rómverja, og jafn-
vel Arthúrs konungs. í Frakklandi töldu menn rómverskar og
jafnvel forsögulegar minjar tengjast nafnkunnum hetjum sínum,
þar á meðal Karlamagnúsi eða Róland. Þjóðhöfðingjar í Norður-
Evrópu hvöttu fræðimenn við hirðir sínar til að rannsaka forn-
leifar, sögulegar heimildir og þjóðsögur, í þeim tilgangi að kynda
10 Andrzej Abramowicz: „Sponte nascitur ollae...“ Towards a History of
Archaeology, ritstj. Glyn Daniel (London 1981), 146-149.