Skírnir - 01.09.1994, Page 83
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ISLENSKRA FORNLEIFA
353
spor genginna kynslóða og reynt að lesa úr þeim sögubrot og frá-
sagnir um liðna tíma.
Fornminjar sögualdar
Frá upphafi Islandssögunnar hafa fornleifar vakið spurningar og
vangaveltur, en hér verður látið nægja að rekja vísindalegan áhuga
á fornleifum aftur til 19. aldar. Rannsóknir fornleifa hófust á vor-
dægri íslenskra nútímavísinda og döfnuðu í skjóli sagnfræði og
textafræði. Þessi fræði nærðust á nýplægðum akri þjóðarvitundar
og stolt plógmannsins var sótt í gersemar þjóðarinnar, íslend-
ingasögur.
Frá öndverðu voru sögurnar taldar gefa rækilega lýsingu á
fortíðinni, en fornleifarnar voru ekki álitnar sérstakt safn heim-
ilda annars eðlis. Fornleifar voru einungis hlutbundnar staðfest-
ingar á frásögnum sagnanna, þær voru minnismerki, vörður í
landslaginu er vísuðu veginn um sögueyjuna ísland.
A síðari hluta 19. aldar hófust reglubundnar fornleifarann-
sóknir á vegum Hins íslenzka fornleifafélags. Er starfsemi félags-
ins á árunum 1880 til aldamóta afar merkur þáttur í sögu íslenskr-
ar fornleifafræði. I lögum félagsins koma fram fyrirhuguð mark-
mið með rannsóknunum. Þar segir:
Tilgangur félagsins er að vernda fornleifar vorar, leiða þær í ljós, og auka
þekking á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra. [...] Þannig mun fé-
lagið láta rannsaka vísindalega hinn forna alþingisstað vorn [...] leifar af
búðum og öðrum mannvirkjum [...] enn fremr staði þá, er hof hafa verið
á eða þing haldin, hauga, gömul virki o.fl. Ætlunarverk félagsins er að
auka kunnáttu þjóðar vorrar með því að fræða almenning um fornleifar
og sögulega þýðing þeirra.11
Starfsemi Hins íslenzka fornleifafélags var svipuð og hjá forn-
leifafélögum erlendis. I félaginu voru allir helstu virðingarmenn
bæjarins, landshöfðingi, amtmaður, alþingisforseti, alþingismenn,
11 „Lög hins íslenzka fornleifafélags." Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1880-
1881 (1881), 2.