Skírnir - 01.09.1994, Page 88
358
ADOLF FRIÐRIKSSON
SKÍRNIR
og Brynjúlfs Jónssonar. Á grundvelli fyrri rannsókna friðlýsti
Matthías hundruð minjastaða. Sem fyrr voru þetta einkum hof,
dómhringar, þingstaðir og aðrar fornleifar sem Sigurður og
Brynjúlfur höfðu talið varða Islendingasögur. Þessar friðlýsingar
eru enn í gildi. Matthías sinnti einkum athugunum á sögustöðum.
Hann gróf í tóftir á Bergþórshvoli, á „Bólstað" Arnkels goða í
Álftafirði og á „Eiríksstöðum“, meintum bæjarhúsatóftum Eiríks
rauða í Haukadal. Það vekur athygli að hann hefur ekki kosið að
bæta uppgraftaraðferðir sínar að fyrirmynd Daniels Bruun. Má
ætla að þar hafi legið til grundvallar það viðhorf að ekki væri
nauðsynlegt að safna nákvæmlega gögnum úr uppgrefti á meðan
sagnanna nyti við. Islendingasögur skýrðu eðli og uppruna forn-
leifanna að hans mati.
Árið 1939 starfaði norrænn vísindaleiðangur undir stjórn
þjóðminjavarðar að rannsóknum í Þjórsárdal og í Borgarfirði.
Þessar rannsóknir bættu til muna safn fornleifafræðilegra heim-
ilda um íslenska fornbæi.19 I uppgraftarskýrslunum, sem flestar
voru skrifaðar af erlendum fræðimönnum, skipuðu fornleifarnar
öndvegi, en fróðleikur úr sögum var aðeins fjarlægur ómur.
Kristján Eldjárn varð arftaki Matthíasar í embætti þjóðminja-
varðar um miðja þessa öld. Kristján hóf vísindaferil sinn í anda
fyrri tíma. Hann gerði rannsókn á fornleifum í heimabyggð sinni,
Svarfaðardal, og reyndi að fella saman tóftir og beinafundi við
frásagnir Svarfdœlu um byggðina í dalnum, mannvíg og aðra at-
burði. Hann sneri þó fljótt frá þessari aðferð og árið 1956 braut
hann blað í sögu íslenskrar fornleifafræði. Erlendis höfðu forn-
leifafræðingar lengi fengist við flokkun og greiningu á fornminj-
um og gefið út ýtarlegar skrár um afmarkaða minjahópa, s.s. leir-
ker, mynt, vopn og skrautgripi. Á íslandi höfðu rannsóknir nær
undantekningalaust verið gerðar á einstökum stöðum fremur en
19 Márten Stenberger (ritstj.): Forntida Gárdar i Island. Nordiska arkeologiska
undersökningen i Island 1939 (Kaupmannahöfn 1943).
20 Helstu undantekningar frá reglunni eru: Matthías Þórðarson: „Manngerðir
hellar í Rangárvallasýslu og Árnessýslu.“ Arbók hins íslenzka fornleifafélags
1930-31 (1931), 1-76; Anders Bæksted: Islands runeindskrifter. Bibliotheca
Arnamagnœana Vol. II. (Kaupmannahöfn 1942).