Skírnir - 01.09.1994, Page 89
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA FORNLEIFA
359
stórum minjaheildum.20 Til þessa höfðu rannsóknir á kumlum
verið mjög bundnar við að nafngreina þá einstaklinga er í þeim
fundust með vísun í fornsögur. I formála doktorsritgerðar sinnar
sem kom út þetta ár segir Kristján:
Rétt er að geta þess að upphafi þessarar bókar, að henni er ætlað að flytja
fornleifafræði í strangasta skilningi, og eru henni takmörk sett í samræmi
við það. Hér verður ekki hirt um að elta ólar við fjölmargar fornar og
nýjar sögusagnir um hauga nafngreindra fornmanna, sögulegra og tilbú-
inna, né heldur samræma kuml og haugfé þeim fróðleik, sem um þessi
efni má fá í fornbókmenntum vorum, og er þetta þó síður en svo
ómerkilegt rannsóknarefni.21
Hér segir Kristján Eldjárn skilið við fyrri viðhorf og aðferðir
og skipar fornsögum í aukahlutverk.22 Honum þótti ekki ómaks-
ins vert að finna nöfn haugbúanna, en taldi fyrst og fremst greftr-
unarsiðu fornaldar - umbúnað kumlanna og sjálft haugféð - vera
verðugt fræðilegt viðfangsefni. Hafa flestar kumlarannsóknir síð-
ari tíma verið í anda Kristjáns.
I annarri doktorsritgerð, er kom út tíu árum síðar, var gerð at-
laga að rannsóknum á öðrum stórum og umfangsmiklum minja-
flokki á Islandi, hinum svonefndu hofum.23 Var þar að verki
danskur fornleifafræðingur Olaf Olsen, er síðar varð þjóðminja-
vörður Dana. I úttekt sinni á heiðnum helgistöðum komst hann
að raun um að ritheimildir um þau efni væru fátæklegar. Það litla
sem af þeim mætti álykta um byggingarlag hofa væri að þau hafi
verið hús sem skiptust í veislusal og afhýsi með stalli fyrir goðin.
Hann komst jafnframt að því að túlkun fornleifafræðinga á
meintum hofminjum hafi fyrst og fremst verið studd með óná-
kvæmum lýsingum úr sögum, en þær frásagnir væru ótraustar
heimildir um trúarbragðasögu. Auk Islendingasagna væri túlkun
21 Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi (Akureyri 1956), 9.
22 Hughvörf Kristjáns um gildi sagnanna má þegar greina í óprentaðri meistara-
prófsritgerð frá 1943. Sjá: Kristján Eldjárn: Fornleifar úr íslenzkum gröfum í
heiðnum sið. Meistaraprófsritgerð, Háskóli íslands (Reykjavík 1943 - ópr.).
23 Olaf Olsen: „Horg, hov og kirke. Historiske og arkæologiske vikingetids-
studier.“ Aarboger for Nordisk Oldkyndighed og Historie 1965 (1966), 5-307.