Skírnir - 01.09.1994, Page 95
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA FORNLEIFA
365
sem fram kemur að hefð rannsókna á elstu byggð á íslandi hafi
verið ofurseld sagnfræði og textafræði. Þar er og sagt að markmið
fornleifarannsókna hafi verið að sanna innihald miðaldaritanna,
en slíkt geti ekki talist alvarleg fornleifafræði. Lagt er til að fylgja
beri aðferðum fornleifafræðinnar og leggja til hliðar ritheimildir
þar til niðurstaða fornleifafræðilegrar athugunar liggur fyrir.
Margrét staðhæfir í ritgerð sinni að á 19. öld hafi þjóðernis-
hyggja og rómantík haft áhrif á viðhorf fræðinga til fornaldar, en
á þessari öld hafi fræðimenn verið að hrista þessi áhrif af sér. Hún
telur þó að viðhorf af þessu tagi séu enn við lýði í fornleifafræði.
Margrét segir: „Hið ríkjandi veldi í fornleifarannsóknum á Is-
landi aðhyllist enn hina þjóðernissinnuðu, rómantísku bókstafs-
trú á miðaldaheimildirnar, fremur en fornleifafræðilegar túlk-
unaraðferðir.“31
Boðskapur Margrétar er afar skýr: Það er lífsnauðsyn að skilja
á milli fornleifa og fornrita. Hún telur jafnframt mögulegt og
gagnlegt eftir aðskilnaðinn, að milli fornleifafræði og sagnfræði
verði e.k. samstarf þar sem ritaðar heimildir og túlkun þeirra
gætu verið prófaðar gagnvart fornleifafræðilegri niðurstöðu og
öfugt. Því miður er þetta „samstarf" ekki skýrt nánar hvað að-
ferðir snertir, viðfangsefni eða mögulegan árangur. Margrét reyn-
ir hins vegar að greina nokkra vísindaheimspekilega grunnþætti í
verki sínu og má ætla að sú greining hjálpi vísindamanninum að
ná traustari tökum á efniviðnum. Doktorsritgerðin boðar
„modern" fornleifafræði, sem byggir á „problemstállningar“ og
vísindalegri „analys". Er sú aðferð að mati Margrétar bæði
„induktiv“ og „deduktiv". Hún telur að við séum öllu betur sett
með þessa aðferðafræði en með það sem hún kallar „historisk
arkeografi" og ráðið hefur ríkjum.32
Það mun sjálfsagt gleðja flesta þá er láta sig upprunakenningar
varða að nú er hafinn annar kafli í sögu meróvinga í íslenskum
fræðum. Árið 1990, á ráðstefnu um efnahagslegar og pólitískar
31 Margrét Hermanns-Auðardóttir: tilv. rit, 4, 153.
32 Margrét Hermanns-Auðardóttir, tilv. rit - sjá t.d. bls. 1-2, 4, 51, 141, 153, 158-
161.