Skírnir - 01.09.1994, Page 96
366
ADOLF FRIÐRIKSSON
SKÍRNIR
miðstöðvar á Norðurlöndum (á tímabilinu 400 til 1000), hélt
Margrét erindi um þá nýstárlegu tilgátu sína að á Norðurlandi
eystra hafi verið þesskonar miðstöðvar á ofanverðri járnöld.33 Þar
kemur fram sú skoðun að minjar um járnvinnslu, kaupstaði og
þinghald kunni að vera mikilvægar vísbendingar í leit að stöðum
af þessu tagi þar nyrðra. Þar sem Margréti þykir sýnt að byggð á
Islandi hafi hafist fyrr en ritheimildir segja til um, telur hún brýnt
að skoða minjar um stjórnkerfi og kaupskap á öld meróvinga hér
á landi. Hér er ekki rúm til að fjalla um þessa hugmynd í heild, en
áleitnasta spurningin sem nú vaknar er þessi: Hvernig skal þekkja
kaupstaði og þingstaði með „fornleifafræðilegum túlkunaraðferð-
um“ einvörðungu? Hér verður látið nægja að fjalla um þing-
minjarnar.
Þess er getið í erindi Margrétar að gagnlegt væri að kanna ald-
ur þingminja á svæðinu og athuga hvort þar finnist spor mer-
óvinga. Margrét staðhæfir að á Norðurlandi eystra séu fimm
þekktir og meintir þingstaðir og á þar við vorþingstaði og leiðar-
þing, þ.e. þar sem haustþing voru haldin. Hún greinir ekki í
sundur hverjir séu þekktir og hverjir meintir. Hún skýrir ekki frá
einkennum þessara staða eða heimildum um þá. Við munum því
skoða þá alla til að glöggva okkur á hvernig þingstaðir fornaldar
hafa verið uppgötvaðir í seinni tíð. Rétt er að benda á að lögbæk-
ur koma hér að litlum notum. I Grágás eru heiti vorþingstaða
ekki nefnd, en vorþingin lögðust af með lögtöku Járnsíbu og
Jónsbókar á seinni hluta 13. aldar.34 Hér verður ekki hirt um að
fjalla um sannfræði einstakra Islendingasagna heldur verður valin
sú djarfa leið til einföldunar að telja frásagnir þeirra af þingstöð-
unum réttar.
33 Margrét Hermanns-Auðardóttir: „Fanns det ekonomiska och politiska centra
pá Islands östra Nordland under yngre járnálder?" Ökonomiske og politiske
sentra i Norden ca 400-1000 e. Kr., ritstj. Egil Mikkelsen og Jan Henning
Larsen, Universitetets Oldsaksamlings Skrifter. Ny rekke, nr. 13 (Oslo 1992),
129-136.
34 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson
og Mörður Árnason sáu um útgáfuna. (Reykjavík 1992), 413-14, 424.