Skírnir - 01.09.1994, Page 102
372
ADOLF FRIÐRIKSSON
SKlRNIR
„Hvað er þá til ráðs takanda?", spurði Gísli Súrsson þegar
óvinir hans sóttu að honum í Hergilsey. Gísli komst undan með
því að fara í búning fíflsins og „láta sem ærilegast". „Gaman þyk-
ir oss að fíflinu," sögðu Börkur og félagar og sigldu burt. Nú
mun ég ekki leggja til að íslenskir fornleifafræðingar bjargi sér úr
þessari öng með því að láta sem ærilegast. Gegn sjálfstæðisvið-
horfinu tefli ég kenningu sem ég hef kosið að kalla tjóðurkenn-
inguna. Samkvæmt henni eru íslenskar fornleifarannsóknir tjóðr-
aðar við hinn sögulega bakgrunn. Nafnið á kenningunni er dregið
af frásögninni um Ingjaldsfíflið sem Ingjaldur bóndi í Hergilsey
tjóðraði við raufarstein.
Samkvæmt þessari kenningu hefur íslensk fornleifafræði verið
tjóðruð við sögulega þekkingu frá upphafi rannsókna og er svo
vel gengið frá hnútum, að jafnvel hinir háværustu gagnrýnendur
rannsóknarhefðarinnar byggja hugmyndir og rannsóknir sínar á
hefðinni án þess að gera sér þá ósamkvæmni ljósa. Tjóðurkenn-
ingin boðar nýjar leiðir til nálgunar á hinum flókna vef hugtaka
og hugmynda sem umlykur túlkun og skilning á fornleifum.
Ljóst er að engin einföld vinnuregla verður sett um fornleifar og
ritheimildir, samband þeirra er of lúmskt og margbrotið, en hér
skal bent á nokkur mikilvæg atriði.
Fyrst skulum við skoða ferli túlkunar í fornleifafræði, frá ein-
földum ályktunum til flókinna skýringa með sögulegri tilvísun.
Oll lýsing eða túlkun á fornleifum er háð viðhorfum hvers tíma.
Fornleifafræðileg túlkun nær allt frá einföldum skilgreiningum á
grundvallaratriðum til afar flókinna staðhæfinga. Allri viðleitni til
túlkunar má deila í þrjú eða fjögur stig til einföldunar.
Fornleifafræðingar grafa í tóft og greina frá einföldum og oft-
ast augljósum uppgötvunum. Uppgreftir leiða í ljós byggingaleif-
ar á borð við gólf og veggi, eldstæði og stoðarholur. Við rann-
sókn finnast einnig gripir úr steini, málmi, viði, beinum eða vefn-
aði. Um grundvallarmerkingu þessara hluta er sjaldnast deilt, en
jafnframt gefa þeir einir takmarkaða innsýn í fortíðina.
Frá þessu fyrsta stigi fornleifatúlkunar er farið á hið næsta, en
það eru hugmyndir rannsakenda um hlutverk minjanna. Ryðgað
járn kann að hafa verið hnífur eða sverð, gataðir steinar geta hafa