Skírnir - 01.09.1994, Page 105
SKÍRNIR
SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA FORNLEIFA
375
Kjörið dæmi um þetta er þrætan um hvar Lögberg var á Þingvelli.
Á alþingisstaðnum er „hvert einasta fótmál helgað af endurminn-
ingum liðinna alda“, sagði Jón Aðils. Endurminningarnar „vaka
hjá hverjum steini og hverri þúfu“, bætti Matthías Þórðarson
við.52 Á Þingvöllum eru margir steinar og margar þúfur, en þrátt
fyrir allar endurminningarnar hafa fræðimenn aldrei verið á eitt
sáttir um hvar Lögberg hið forna var. Fjölmargir minjastaðir á Is-
landi eru nær sögulausir, heimildir um þá eru gjarnan fátæklegar
og ónákvæmar og henta ekki við eftirgrennslan fornleifafræðinga.
Enginn hafði áhuga á að skrá niður upplýsingar um rústabungu
hér og tóftarbrot þar, fyrr en staðfræðikönnuðir og fornleifa-
fræðingar komu til sögunnar á 19. og 20. öld.
Um sannfræði og samband ritheimilda og minjastaða mætti
hafa mörg orð en hér verður látið staðar numið og vikið að þriðja
og síðasta atriði tjóðurkenningarinnar, en það er hefðin í forn-
leifafræði.
c) Ef fornleifakönnuðir nútímans gerðu út leiðangur um
Breiðafjörð, myndu þeir ekki leita uppi raufarsteininn, tjóður-
bandið eða jarðneskar leifar fíflsins í Hergilsey. Engu að síður
yrði unnt að greina áhrif hefðarinnar í athugunum þeirra. Rann-
sóknarhefðin hefur látið eftir arf hugtaka og hugmynda sem voru
skapaðar með ritheimildum, en ekki fornleifarannsóknum. Þessi
hugtök væri erfitt að búa til með fornleifafræðilegri þekkingu
eingöngu. Hér má nefna orð eins og þingbúð, þingstað, dóm-
hring, hof, eða landnámsbæ. Hvernig má sjá af bæjartóft að þar
hafi búið fólk sem kom beint utan af hafi? Hvernig má sjá af lítilli
ferhyrndri tóft að þar hafi þingmenn haldið til fremur en aðrir?
Hvernig má sjá af (nokkurnveginn) hringlaga tóft að þar hafi ver-
ið setið að dómum? Hvað er það í svonefndum hoftóftum sem
sýnir að heiðnar helgiathafnir hafi farið þar fram? Allar fornleifar
af þessu tagi eiga það sammerkt að uppgröftur hefur sjaldnast
leitt í ljós merkingu þeirra, án innblásturs frá sögunni.
52 Jón Jónsson [Aðils]: Gullöld Islendinga. Menning og lífshœttir feðra vorra á
söguöldinni (Reykjavík 1906), 42; Matthías Þórðarson: „Fornleifar á Þingvelli.
Búðir, lögrjetta og lögberg." Árhók hins íslenzka fomleifafélags 1921-22
(1922), 94.