Skírnir - 01.09.1994, Page 108
378
BJARNI F. EINARSSON
SKlRNIR
menningu? Af hverju eiga breytingar sér stað yfirleitt? Getum við
lært eitthvað af fortíð okkar?1
Fornleifafræði getur ekki þrifist ein og sér. Hún þarfnast um-
hverfis í formi stofnunar, rannsókna, umræðu (gagnrýni) og
menntunar (kennslu) og hún þarfnast annarra vísindagreina svo
sem mannfélagsfræði,2 heimspeki, náttúruvísinda ýmiss konar, fé-
lagsfræði, sálarfræði og sagnfræði. Hún krefst einnig reynslu sem
byggir á þeirri sem fyrir er og sú reynsla byggist aftur á annarri
reynslu. Þessi reynsla verður bæði að vera fræðileg og aðferða-
fræðileg eða tæknileg þegar um fornleifauppgröft er að ræða.
Þessari reynslu verður að vera hægt að miðla á eðlilegan hátt og
til þess þarf ákveðinn vettvang (háskóla - rannsóknarstofnun!).
Heimatilbúnar lausnir á uppgraftartæknilegum vandamálum eru
ágætar að vissu marki, en oftast vondar í vísindalegu tilliti. Ef
staða íslenskrar fornleifafræði er skoðuð í þessu ljósi, er víst að
ýmsu er ábótavant.
Oft hefur verið staðhæft að Islendingar þekki upphaf sitt bet-
ur en aðrar þjóðir, þar á meðal greftrunarsiði forfeðranna og þró-
un hýbýlahátta. Forsenda þessarar skoðunar er sú hugmynda-
fræði sem gegnsýrt hefur íslenska fornleifafræði frá upphafi og ég
nefni sagnahyggju. Sagnahyggja er það viðhorf að ritaðar heim-
ildir séu þýðingarmeiri en fornleifar fyrir sögu landsins. Sagna-
hyggjan kemur hvað skýrast fram hjá þeim sem telja Islendinga-
hók og Landnámabók mikilvægustu heimildir okkar um upphaf
byggðar í landinu. Sigurður Nordal benti á að það væri öldungis
óvíst að Islendingar gætu þekkt sögu sína betur en aðrar þjóðir
(1942:21). Þessi ábending virðist ekki hafa háð íslenskri fornleifa-
fræði.
1 Fyrir þá sem vilja kynna sér sögu fornleifafræðinnar nánar almennt, markmið
hennar og leiðir vil ég benda á eftirtaldar bækur. Reading the past eftir Ian
Hodder, Cambridge 1986. The History of Archaeological Thought eftir Bruce
G. Trigger, Cambridge 1989. Archaeology yesterday & today. The develop-
ment of archaeology in the sáence & humanities eftir Jaroslav Malina &
Zdenek Vasiced, Cambridge 1990. Archaeology. Theories, Methods and
Practice eftir Colin Renfrew og Paul Bahn, London 1991.
2 Hér er notað heitið mannfélagsfræði yfir enska heitið „social anthropology". í
Háskóla íslands mun vera notað mannfræði yfir sama hlut. Finnst mér fyrra
heitið lýsa betur innihaldi fræðigreinarinnar.