Skírnir - 01.09.1994, Page 109
SKÍRNIR
ÍSLENSKAR FORNLEIFAR
379
Kristján Eldjárn skrifar í anda sagnahyggjunnar: „Sú fornleifa-
fræði, sem hægt er að stunda hér á landi, hlýtur að flokkast undir
miðaldafornleifafræði, það er rannsókn fornleifa frá tímum, sem
eru að einhverju leyti lýstir af rituðum heimildum" (1974:122). I
doktorsritgerð sinni Kuml og haugfé skrifar Kristján ennfremur:
„eru fornleifar tímabilsins [þ.e.a.s. frá landnámsöld] engin undir-
staða undir sögu þjóðarinnar“ (1956:428). Þessum fullyrðingum
hefur mér vitanlega enginn íslenskur fornleifafræðingur andmælt.
Þó hafa sagnfræðiprófessorarnir Björn Þorsteinsson og Berg-
steinn Jónsson haldið öðru fram, en þeir skrifa: „Islendingar
komust á atburðaskrár í Evrópu á 11. öld, en 9. og 10. öldin er
forsögulegur tími íslenskrar sögu“ (1991:22). Ég er þessu sam-
mála og allt tal um annað er vandræðaleg tilraun til að þröngva
heimi og hugsunarhætti miðalda upp á frumbyggja þessa lands.
Ef íslensk fornleifafræði fellst á þessa skoðun, mun það hafa í för
með sér algera endurskoðun og endurmat á frumsögu landsins,
en ekki er rými til að fara nánar út í þá sálma hér.
Árið 1817 bað dönsk nefnd, Commissionen for oldsagers op-
bevaring, Islendinga um yfirlit yfir fornleifar í landinu. Skrifaði
hún til allra presta í landinu í þessu erindi. Þegar afraksturinn er
athugaður er athyglisvert hve fáar fornleifarnar eru taldar og
hversu ómerkilegar mörgum finnst þær vera. Svo ómerkilegar að
á þær er ekki minnst yfirleitt. Kristján Þorsteinsson prestur
(1780-1859) gerir grein fyrir hugsanlegum fornleifum í Glæsibæj-
arsókn í Eyjafirði:
Fyrir ofan Dagverdar-ejri i Glæsibæar Sókn stendur Steirn ln kalladr
Grettirs Tak - Hann Er i kríng 2 1/2 fadmur, og 1/2 fadmur á Hæd -
med 2r klöppudum holum i, að ofann Ferköntudum, Fíngurhæd á dypt,
sem lítur so út, sem þar i hafi verid haldid, þá hann hefur verid borinn.
(Sveinbjörn Rafnsson 1983:554-55)
Aðrar fornleifar þekkir prestur ekki í sókninni. I dag eru þekkt-
ustu fornleifar þessarar sóknar rústir verslunarstaðarins Gása, við
ós Hörgárinnar. Munu þær vafalaust hafa verið enn greinilegri
árið 1817 en þær eru nú árið 1994.
Annað dæmi er svar séra Árna Helgasonar, dómkirkjuprests í
Reykjavík um tíma. Hann skrifar: