Skírnir - 01.09.1994, Page 110
380
BJARNI F. EINARSSON
SKÍRNIR
Herhos tillader jeg mig at anmærke det som burde være Aarsagen saa vel
dertil at ubetydelige Levninger fra Oldtiden er her opbevarede, som til
det andet, at ingen Traditioner af noget værd findes her blandt Almuen.
(sami 1983:256)
Ekki þekkir Arni sjálfur nokkrar fornleifar í sókninni og þykir
honum það undarlegt, í sjálfu landnámi Ingólfs. Var t.d. þjóðsag-
an um legstað Hallgerðar langbrókar í Laugarnesi, ekkju Gunn-
ars á Hlíðarenda, ekki orðin til þetta ár? Og hvað um bæjarstæði
Ingólfs, haug hans og hof og fjölmargt fleira sem síðari tíma
menn hafa lagt áherslu á?
Á seinni hluta 19. aldar, eftir að Hið íslenska fornleifafélag var
stofnað árið 1879, var mikill fornleifaáhugi ríkjandi hér heima
sem og erlendis. Fræðigreinin var þó ekki orðin til í þeim skiln-
ingi að hún væri kennd að einhverju marki í háskóla, þó að það
hafi verið að breytast um þessar mundir. Munurinn á þeim sem
voru að fást við íslenska fornleifafræði og þeim sem fengust við
evrópska var að höfuðheimildir Islendinga voru ritaðar heimildir
svo sem íslendingasögur, íslendingabók og Landnámabók. Er-
lendis voru það fornleifarnar sjálfar og gripir sem þær geymdu
sem voru hið leiðandi afl í fræðunum. Hinar rituðu heimildir
réðu algerlega ferðum hinna íslensku könnuða í leit þeirra að efn-
islegri staðfestingu hinna rituðu heimilda. Orðið könnuður er
raunar lýsandi fyrir það starf sem þessir menn sinntu, enda fóru
þeir vítt og breitt um Island í leit sinni að minjum heimildanna.
Fyrsta ársskýrsla Hins íslenska fornleifafélags byrjar svo:
Hinn fyrsti ársfundr félagsins var haldinn 2. dag ágústmánaðar 1880, og
eftir að varaformaðr félagsins, Sigurður Vigfússon, hafði lýst árangrinum
af ferðum sínum og rannsóknum um Kjalarnes og á þeim stöðvum, er
Harðar saga og Hólmverja gerðist á, [...]. (Árbók hins íslenska fornleifa-
félags 1881:6. Fundargerð)
Hér sést vel að hinar rituðu heimildir, í þessu tilfelli Harðar saga
og Hólmverja, stýrðu ferðum manna um landið.
Jón Sigurðsson forseti var einn áhrifamesti sagnfræðingur og
stjórnmálamaður 19. aldar og mótaði hann að miklu leyti þá hefð
að beita sögulegum röksemdum í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
(Ingi Sigurðsson 1986:21). Sjálfur var hann að sumu leyti