Skírnir - 01.09.1994, Page 111
SKÍRNIR
ÍSLENSKAR FORNLEIFAR
381
persónugervingur sjálfstæðisbaráttunnar. Hann hlaut því að hafa
mikil áhrif á frumkvöðla íslenskrar fornleifafræði sem og aðra þá
er fengust við sögu Islands. Island var í bullandi sjálfstæðisbar-
áttu, eins og reyndar fleiri ríki í Evrópu, og sú staðreynd hafði
mikil áhrif á sagnfræðina hér sem erlendis. Saga Islands, og þá
einkum sá tími sem glæsilegastur var talinn, fornöldin og þjóð-
veldistíminn, var notuð í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum með
beinum tilvísunum í einstaka atburði og kappa.
Einn athafnamesti fræðimaðurinn á þessu sviði um aldamótin
var án efa Brynjúlfur Jónsson, kennari, frá Minna-Núpi í Rangár-
vallasýslu. Hann er einna þekktastur alþýðufræðimanna þeirra
tíma, en eitt helsta einkenni þeirra er að,
viðfangsefnið er yfirleitt ekki sett í stærra samhengi, fáar ályktanir
dregnar, ekki settar fram neinar rannsóknarniðurstöður, og kenningar
um markmið og framvindu sögunnar koma naumast fyrir. (Ingi Sigurðs-
son 1986:45)
Brynjúlfur fór óteljandi ferðir um landið og skoðaði fornleifar,
en gróf lítið. Áhugi hans á fornsögunum var áberandi og stýrði
algerlega vali hans á viðfangsefnum.
I lok 19. aldar komu til landsins fyrstu íslensku sagnfræðing-
arnir, sem höfðu haft sagnfræði sem aðalgrein við háskóla. Árið
1911 var Háskóli Islands stofnaður og maður ráðinn til kennslu-
og rannsóknarstarfa á háskólastigi í sagnfræði, eða í íslenskum
fræðum eins og greinin hét þá. Miðstöð íslenskrar sagnfræði
færðist á þessum tíma frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur og
þjóðernishyggja og rómantík settu svip á umræðuna (Ingi Sig-
urðsson 1986:32).
Fyrstu fornleifafræðingarnir,3 sem höfðu haft fornleifafræði
sem aðalfag við háskóla, komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en
um miðbik 20. aldar og er Ólafía Einarsdóttir, síðar lektor í sagn-
fræði við Kaupmannahafnarháskóla, trúlega fyrsti íslenski
3 Hér notast ég við þá skilgreiningu að sá er fornleifafræðingur sem Iokið hefur
háskólaprófi við viðurkenndan háskóla með fornleifafræði sem aðalfag. Er þá
átt við fil kand. eða B.A. prófgráður hið minnsta.