Skírnir - 01.09.1994, Page 116
386
BJARNI F. EINARSSON
SKÍRNIR
vera einhlítt. Á þessu svæði eru fornleifar hvað líkastar þeim ís-
lensku, frá þessu svæði komu landnemar Islands og við þetta
svæði hafa sambönd Islands verið hvað þýðingarmest í gegnum
aldirnar.4
Uppgröftur og saga, saga og uppgröftur
Þá sjaldan íslenskar fornleifar voru rannsakaðar með uppgreftri á
19. öld var það undantekningalaust vegna þess að þeirra var getið
í heimildum. Nefni ég t.d. rannsókn Jónasar Hallgrímssonar
skálds á Þingnesi árið 1841, en tilgangur þeirrar rannsóknar var
að finna Kjalarnesþingi stað (Jónas Hallgrímsson 1933a-b). Er sú
rannsókn sennilega sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Áður
höfðu ýmsir verið að pota í fornleifar, aðallega hauga eins og
haug Gunnars á Hlíðarenda, en yfirleitt var um beina eyðilegg-
ingu að ræða og aldrei voru almennilegar skýrslur um þær fram-
kvæmdir birtar.
Einnig er vert að geta rannsóknar á Þingvöllum árið 1880, sem
var sú fyrsta og síðasta sem þar hefur verið gerð með uppgreftri
en henni stjórnaði Sigurður Vigfússon gullsmiður (Sigurður Vig-
fússon 1881). Sigurður var einn af fyrstu umsjónarmönnum
Forngripasafnsins, síðar Þjóðminjasafn Islands, og er hann stund-
um talinn fyrstur til að stunda fornleifauppgröft á Islandi (Krist-
ján Eldjárn 1963:XXV). Tilgangur rannsókna þeirra Jónasar og
Sigurðar var að staðfesta hugmyndir manna um þinghald til
forna. Hvorug rannsóknin gaf nokkuð til kynna, sem gagnast gat
kenningum manna um það efni.
Orfáar rannsóknir sem hafa verið gerðar hér á landi, voru
framkvæmdar vegna vísindalegra vandamála eingöngu, ótengdar
hinum rituðu heimildum. Nær allar fóru af stað af ástæðum
tengdum hinum rituðu heimildum eða einhverjum hátíðahöldum
4 Höfundur er menntaður í Gautaborg í Svíþjóð. Hann hefur í gegnum árin þó
ætíð bent á Noreg, sérstaklega Tromso, sem heppilegasta landið fyrir unga
fornleifafræðinema. Það hefur þó ekki borið neinn árangur hingað til. Aðeins
einn Islendingur hefur lokið námi með fornleifafræði sem aðalfag í Noregi, en
sá starfar nú erlendis við allt annað.