Skírnir - 01.09.1994, Page 124
394
BJARNI F. EINARSSON
SKlRNIR
veittar fornleifar. Hægt er að segja að íslenskar húsa-fornleifar
séu þrívíðar í þeim skilningi að þær varðveitast bæði lárétt og
lóðrétt, en slíkt er fátítt í nágrannalöndunum flestum. Þannig er
hægt að halda því fram að íslenskar fornleifar séu ríkari af upp-
lýsingum en sambærilegar fornleifar í nágrannalöndunum. Þær
eru hins vegar ekki jafn ríkar af eðalmálmum og öðru því sem til
ríkidæmis má telja. Fornleifarnar endurspegla ekki það ríkidæmi
og þann glæsileika sem lýst er í Islendingasögunum. Því eru ís-
lenskar fornleifar fátæklegar ef samanburðurinn er heimur ís-
lendingasagnanna og er þá sagnahyggjan komin til skjalanna enn
eina ferðina.
Ástæður þess að fornbæir eru jafn vel varðveittir hér á landi
og raun ber vitni eru trúlega margar, en aðalástæðan er vafalaust
sú tegund landbúnaðar sem hér hefur ríkt til svo langs tíma. Á ís-
landi hefur plógurinn ekki farið þeim hamförum sem hann hefur
gert í Evrópu. Kornrækt var varla stunduð hér á landi í neinum
mæli og landið því sloppið bærilega frá þeirri bætiefnaviðbót og
því skordýraeitri sem nauðsynlegt hefur verið talið erlendis. Þessi
efni fara gjarnan illa með fornleifar og innihald þeirra.
Hér hefur einnig átt sér stað landeyðing sem hægt er að tengja
við ákveðna tegund af skepnuhaldi og sú landeyðing hefur valdið
mikilli jarðvegsþykknun á stöku stað og hlíft þeim fornleifum
sem undir eru. Jarðvegsþykknun hefur líka orðið vegna eldgosa.
Byggðaþróun í landinu er trúlega þáttur sem þjónað hefur
fornleifum vel, en víða hefur verið byggð í afdölum og á öðrum
afskekktum stöðum í fyrndinni sem lagðist af eftir tiltölulega
skamman tíma og var aldrei aftur upp tekin. Þessar leifar eru
flestar frá landnámsöld og eru trúlega margar, án þess að tölu
verði á þær komið. í þessu sambandi er vert að minna á umræð-
una hér að framan um skráningarstöðuna, en skráning á svoköll-
uðum föstum fornleifum (bæjarhólum, kumlum, beitarhúsum,
fjósum, vörum o.s.frv.) hefur aðeins farið fram á örfáum stöðum
hér á landi.
Þau hús, sem rannsökuð eru á Norðurlöndum frá víkingaöld,
eru hús í borgum og bæjum svo sem í Valleberga í Svíþjóð
(Strömberg 1971), Vorbasse í Danmörku (Hvass 1980), Heiðarbæ