Skírnir - 01.09.1994, Side 137
SKlRNIR
SKAPANDI ENDURTEKNING
407
Kant orðaði þetta svo: „Ef spurt væri: Lifum við á upplýstri öld?
væri svarið: Nei, en við lifum á öld upplýsingarinnar.“ Eg hygg
að flestir sem hugleiða málið myndu komast að svipaðri niður-
stöðu nú á dögum, þó að vera kunni að sumir telji að við lifum
ekki lengur á öld upplýsingarinnar, heldur á öld upplýsinganna.
Ég ætla að láta þá skoðun liggja milli hluta hér, því að hún kallar
á víðtækari umfjöllun um fjölmiðla, fréttaflutning og fræðslustarf
í samtíma okkar en unnt er að reifa í þessu greinarkorni.4 Hitt
virðist mér augljóst og óumdeilt að rætur samtímamenningar,
hvernig svo sem hún er skoðuð, liggi öðru fremur í þeirri and-
legu viðleitni sem kennd er við upplýsingu.
Forsenda upplýsingar er óheft notkun skynseminnar í opin-
beru lífi. Sjálf er upplýsingin fólgin í því að mannfólkið, sérhver
karl og kona, þori að beita skynsemi sinni eða rökviti til að afla
sér skilnings á hverju sem vera skal.5 Frumforsenda upplýsingar
verður þá sú að þeir sem sérfróðir eru á hinum ýmsu sviðum taki
til máls á opinberum vettvangi í því skyni að upplýsa almenning,
það er gefa honum forsendur til að vega og meta hlutina með
eigin skynsemi og taka rökstudda afstöðu til þeirra. Upplýsingin
er sem sagt ekki fólgin í því að fræða fólk með því að segja því frá
því sem er „satt og rétt“, heldur að fræða það með því að gefa því
4 I ítarlegu viðtali við Jacques Derrida, sem birtist í Tímaríti Máls og menningar, 2.
hefti 1994, ber þetta mál á góma.
5 Rétt er að benda á að hér getur orðalag skipt máli. í daglegu máli er yfirleitt ekki
gerður greinarmunur á skynsemi og rökviti, en í heimspeki Kants getur munur
rökvits (hyggjuvits, hér mætti líka nefna brjóstvit) og skynsemi verið þýðingarmik-
ill. Kant gerir greinarmun á því að rökræða af skilningi á efninu (beita gagnrýninni
hugsun) og að hugsa eftir brautum skynseminnar um veruleikann og heiminn al-
mennt og yfirleitt og um þær mótsagnir sem þá er við að etja (hugsa frumspeki-
lega). Þannig gerir hann greinarmun á þvf sem við getum kallað gagnrýna hugsun
ogfrumspekilegri hugsun í ströngum eða afmörkuð skilningi þess orðs. Öld upp-
lýsingarinnar er öld hinnar gagnrýnu hugsunar, en ekki endilega hinnar frumspeki-
legu í merkingu Kants, það er hugsunar sem fæst við hinar dýpstu og erfiðustu
mótsagnir mannsandans í tilraunum hans til að botna í veruleikanum.
Almennt séð má segja að gagnrýnin hugsun (öguð beiting rökvits eða skyn-
semi í hinni daglegu merkingu) sé forsenda allra vísinda og fræða, jafnt rökífæði
sem eðlisfræði, sálarfræði sem frumspeki. Krafa upplýsingarinnar er sú að allir fari
að hugsa á gagnrýninn, fræðilegan hátt um hvað sem vera skal og taka mið af því
sem fræðimenn hafa að segja.