Skírnir - 01.09.1994, Page 156
426
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
fjarri í afurðum ýmissa hagyrðinga og í þeim frjálsu ljóðum sem
þeim var gjarnt að gagnrýna.
Látum við stuðlana vitna um sálarlíf landsmanna, og hugleið-
um hversu lengi þeir voru tíðkaðir eftir að þeirra var ekki lengur
þörf, er ekki laust við að manni komi í hug óöryggi, jafnvel minni-
máttarkennd.42
Nú lái ég engum þótt sá grunur læðist að honum að með því
að einblína svo á vísuorðið sjáist okkur yfir eitthvað sem gefur
ferskeytlunni, og rímnaháttunum yfirleitt, þýðingu. Reyndar er
það rétt, þegar rætt er um rímnahættina, að víkka verður sjónar-
sviðið. I fyrsta lagi er rímunum sjálfum gert rangt til sé litið á þær
eingöngu sem ljóð, og þannig gleymt eðli þeirra sem söngtexta.
Að þessu verður vikið í síðasta hluta ritgerðarinnar. I öðru lagi
kann að vera fróðlegt að athuga nú formið allt, og ekki aðeins
smæstu hluta þess.
Vísuorð ferskeytlunnar er svo skýr og skynjanleg eining að
það sjálft nýtist sem steinn í hleðslu formsins. Endarímið tengir
vísuorðin í erindi og erindin hlaðast upp og mynda rímu eða
hluta hennar. Hin stöðuga endurtekning sama mynsturs dregur
athyglina frá smáforminu. Mynstrið er fyrirsjáanlegt eftir fyrsta
erindi og bendir síðan ekki á sjálft sig heldur fram á við. Það vek-
ur óþreyju eða spennu sem gefur því aukinn þunga þegar breyting
verður. Hið óvænta býr ekki lengur innan vísuorðsins og jafnvel
ekki innan erindisins. Það merkir stærri einingar formsins, þegar
þáttaskil verða í frásögninni og skipt er um hátt. Rétt eins og skýr
mynd vísuorðsins fæddist í fornyrðislaginu, og mynd vísunnar í
dróttkvæðinu er nú vísnaflokkurinn orðinn að sterkri heild.
Þótt telja megi að í smáu líði merkingarsviðið fyrir bragar-
háttinn er ríman áhrifaríkt tæki til að upphefja þráðinn sjálfan, og
til að auðkenna hvert þrep hans með eigin rytmísku svipmóti, rétt
eins og hver kafli barrokksvítunnar hefur eigið svipmót og saman
mynda þeir nokkurs konar heild andstæðnanna.
Það eru einmitt ákveðin einkenni barrokklistarinnar sem koma
upp í hugann ef finna má rímunum fjarskyldan ættingja. Heimur
42 „Ég treysti mér blátt áfram ekki til að heyra hvort hljómfall íslenzkrar vísu er
rétt, sé hún óstuðluð" (Jón Helgason: „Að yrkja á íslensku", Skírnir 1946).