Skírnir - 01.09.1994, Page 160
430
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Eftir undanfarnar hugleiðingar gæti einhver spurt hvort reglur
um merkingu stuðlaorðanna í svo taktföstum brag hefðu ekki
einmitt átt að ganga þvert gegn þeim fornu. Þar sem staðsetning
stuðlanna væri nú svo fyrirsjáanleg og hljóð þeirra svo sterkt væri
réttara að merkingarsviðið hopaði, svo ekki væru margar raddir
að slást um athyglina á sama atkvæði. En við sjáum strax hversu
hjákátlegt þetta væri, og hvernig stuðlarnir yrðu þá fyrst alveg
óskiljanlegir. Að auki yrði þetta á endanum jafn fyrirsjáanlegt og
snautt og alger hlýðni við hina fornu reglu í taktföstum brag.
Vandinn er að gæða stuðlana nýju upplýsingamagni, gera þá
ófyrirsjáanlegri en áður. Þar sem rytmísk staða þeirra er nokkuð
föst hlýtur að þurfa að vinna með þátt merkingarinnar í þeim.
Aðferð Hallgríms er ekki að neita þeim einatt um vægi, heldur að
mynda með vægi orðanna sem á þá falla nýjan rytma, að mis-
muna þeim skipulega. I stað þess að þung orð sitji á öllum þrem-
ur ljóðstöfum fær eitt orðið oft mesta vægið, og verður sterkara
við að dregið er niður í hinum. Nafnorð eru jafnan gætilega
skömmtuð í þrenndirnar og eru sjaldnast fleiri en eitt. Þau eru lít-
ið yfir þriðjungi stuðlaorðanna, og veikustu orðflokkarnir (ao.,
fn., fs., st., og to.) gætu náð fjórðungi þeirra. Ósjaldan er öll
þrenndin á lágu nótunum og hverfur inn í frásögnina
(„eftir...ekki...út“ (1.13), „í...einu...aftur“ (15.3), „sú...sama...sem“
(13.11)). Með því getur hún ýmist gefið mikilvægum orðum sem
nálægt standa sérstakan blæ þegar þau yfirgnæfa stuðlana, eða
myndað lága nótu í samanburði við næstu þrennd.
Þetta mætti orða svo: Textinn myndar rytma í framburði,
stuðlar mynda rytma ofan á texta, merking myndar rytma ofan á
stuðlum og loks geta ljóðstafaþrenndirnar (sterkar og veikar)
myndað rytma innan erinda og milli þeirra.
Lítum á eitt dæmi þar sem merkingarvægi stuðlaðra orða
myndar eins konar laglínu sem fylgir stígandi efnisins, og dregur
sérstaklega út hápunktinn. Tökum einungis stuðlaorðin úr erind-
hann hefðbundnari, enda krefjast þær kannski sterkra stuðla til að bragurinn
sé auðskildari. Einar Benediktsson fækkar hins vegar aldrei nafnorðum, ekki
einu sinni í sléttuböndum (nafnorð voru hátt á sjötta tug af hundraði í stuðl-
um þeirra kvæða sem athuguð voru).