Skírnir - 01.09.1994, Page 165
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ISLENSKU
435
Auk þess hvernig orðin breiða úr sér vegna síbreytilegra
áherslna minnir það á hljóm hrynbragarins klassíska hversu
margvíslega orðin geta skarast við bragliðina. Þar sem orð hefst
inni í miðjum braglið höldum við nokkurn veginn eðlilegri upp-
hafsáherslu en bragrisið á eftir getur magnað upp veikari atkvæði
orðsins. Þannig verður undirlag rytmans, braggrindin, oft til þess
að hvert einasta atkvæði magnast. Víða á setningaskipanin jafn-
framt stóran hlut að máli, segjum ef í röð standa atkvæði þar sem
það fyrsta er upphaf orðs, annað stendur á bragrisi, og það þriðja
er upphaf setningar.
Oft er freistandi að velja „óeðlilegri" leiðina í liðskiptingu lín-
anna þegar það eykur hljóminn: „Stríðsmenn Krist úr kápunni
færðu" (30.1.1) myndi hver maður, sem vanur er kveðandi rímna-
háttanna lesa: — u — u — u u — u, en nú bið ég lesandann að
reyna að hugsa bragliðina þannig: „Stríðsmenn Krist/úr káp-
/unn-i/færðu,“ - að draga saman í einn lið „Stríðsmenn Krist", og
hugsa báða stuðlana sem steytur. Ef við hugsum þetta þannig og
berum síðan fram með eðlilegum áherslum fær línan allt annan og
tilfinningaríkari blæ í stað vélrænnar kveðandi á svo sterkum
stuðlum. Hér má og réttlæta þessa tilhögun með því að flestir
sálmarnir hefjast á þrílið og því beri að halda því þar sem hægt er.
Þá eru víða vísuorð þar sem liðirnir skarast þannig við orðin á
ótvíræðan hátt.
Þar sem þríliðurinn er orðinn að sjálfstæðri og þekkjanlegri
einingu og hljómar ekki einungis sem afbrigði tvíliðar auðgar
hann mjög rytma línunnar. Hvað sem líður braggrindinni verða
tilbrigði þess bragar sem við heyrum ótal mörg.
Hallgrímur býr til eigin bragtegund á grunni þekktra hátta,
þar sem skörun orðanna, staða þríliða, staða áherslna, styrkur
stuðla og vægi forliða, auk þeirra stílfræðilegu bragða sem hafa
rytmískt gildi (klifana, upphrópana og þræddra lína) mynda fjöl-
breytni sem ólíklegt er að kvarðar spanni. Lýsing þeirra dönsku
og þýsku hátta sem sálmarnir vísa í dygði altént skammt til að
skilja hinn raunverulega brag þeirra.
Víkjum þá í fáum orðum að rími Hallgríms. Endaliðir vísu-
orðanna eru oftar eitt en tvö atkvæði, aðeins þriðjungur þeirra er