Skírnir - 01.09.1994, Page 168
438
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
þegar það leggur mikið undir, og hvaða þýðingu sá söngur hefur
fyrir braginn.
Það á ekki síst við um skáld eins og Jónas Hallgrímsson að
ekki má hlusta sömu eyrum á tækifæriskviðlinga hans og alvar-
legri kvæði, og reyndar er einnig erfitt að skoða alvarlegri kvæðin
öll saman. Hvert þeirra sýnir meðvituð vinnubrögð til að ná sett-
um áhrifum en áhrifin eru breytileg frá ljóði til ljóðs. Sameiginleg
ljóðunum öllum eru þó löngunin til að endurnýja skáldskapinn,
og sannfæringin að það verði ekki gert nema með sterkri stjórn á
þeim aðferðum sem gripið er til hverju sinni. Að sinni látum við
aðeins það sem teljast mega metnaðarfyllstu verk Jónasar vitna
um aðferð hans.
Vonandi hefur enginn tekið því svo að vandi bragarins í ný-
málinu væri hversu erfitt var að yrkja undir stuðluðum og rímuð-
um háttum, og skáld ættu í vandræðum með að koma í þá sæmi-
legu viti af þeim sökum. Því fer fjarri, enda síst ofraun æfðum
manni að koma orðum að hverju sem hann lystir undir ferskeytt-
um hætti, og þótt hringhendur væri. Efinn var öllu heldur til
hvers væri að fylgja reglum sem hneigðust til að draga úr upplýs-
ingamætti tungunnar, sama hversu auðug merking textans annars
var, reglum sem gerðu tónlistina að miklu leyti fyrirsjáanlega, og
því í raun óþarfa.
Gott skáld hræðist ekki að setja hömlur á tunguna því ljóðið
getur fæðst af hömlunum. En það hlýtur alltaf að gæta þess að
hömlurnar hafi bæði skynrænan tilgang og frjómagn. Hömlurnar
eru ekki aðeins til að tryggja Ijóðinu form, þær taka jafnframt
þátt í sköpuninni. I þriðja lagi geta þær strangt tekið verið afger-
andi fyrir tónlist bragarins, séu þær til þess ætlaðar. Þegar svo er
skýtur vitaskuld skökku við að tala um hömlur. Tjáningin er ekki
heft af reglunum heldur felst hún í þeim. Að setja tunguna í eitt-
hvert sigti er þá ekki ill nauðsyn heldur hluti af sköpunarferlinu.
Það sem skáldið vill segja er ekki það eitt sem sleppur gegn um
sigtið, heldur eru útlínur sigtisins hluti af merkingunni. Það er
því ástæðulaust að mikla fyrir sér erfiði þeirra hátta sem Jónas
notar í alvarlegustu kvæðum sínum. Hversu mikillar fimi sem
þeir krefjast, auðvelda þeir leið skáldsins að markmiði sínu, hin-