Skírnir - 01.09.1994, Page 173
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ÍSLENSKU
443
eru sérlega áhrifaríkar. Fyrst upphafið, ávarpið til landins. Það
- u -
má ekki hugsa „Is-land“ heldur „Is-land“ með viðeigandi reisn á
báðum atkvæðum. Næst eru það orðin „FJátt á“. Með þessari
stöðu þeirra, sem við reynum líkast til að túlka með dálítilli þögn
á undan „á“ fremur en að teygja smáorðið um of, er greinilegt að
orðið „hátt“ er hlaðið merkingu í huga skáldsins. Það er ekki ein-
faldlega lýsing á staðsetningu þingsins heldur minnir einnig á
sjálfstæðan merkingarblæ sinn, felur í sér hæð og reisn. Þetta er
enn Ijósara næst þegar lína hefst á tvílið, en þar verður bragurinn
sjálfur skáldinu vopn til kaldhæðni, sem bítur því sárar að bragð-
ið er lævíslegt. Þar sem aftur er komið að Þingvöllum, og teknar
upp lítt breyttar fyrri línurnar um staðinn, standa í bragliðnum
sem áður bar „Hátt á“ nú orð sem hafa ekki minnstu möguleika á
þeirri reisn sem áður var: „En á“. Og eiga þó að fylla langan tví-
lið! Hætt er við að bragðið fari fram hjá þeim sem les orðin hér
sem tvöfaldan forlið, en eflaust er það þægilegra. Þetta er í raun
skripla bæði í merkingu og framburði, og hefur ósegjanlega mikla
þýðingu í þessu samhengi. Hún lýsir biturð sem engin orð gætu
gripið. Ættum við að finna einn braglið sem felur í sér allt kvæðið
hlyti það að verða einmitt þessi.
Að síðustu hefst næst síðasta lína kvæðisins á beiskjublöndnu
ávarpi: „Ó, þér“ og þarf ekki að orðlengja um mun orðanna hér
eða ef þau mynduðu venjulegan réttan tvílið í ferskeytlu.
Ef við lítum á hvar slétta tvíliðinn er að finna inni í vísuorði,
þá er hann framan af aðeins á mótum línuhelminga: „Frón /og“
„frítt / og“, „bú / í“. En þegar efnisskil verða eftir 16. línu, nýtist
hann til að gefa orðunum tregablandinn tón: „bágt að“, „orð-ið
okk-ar“.
Annað ísmeygilegt bragð gefur einmitt að líta á efnisskilun-
um. í öllum línum kvæðisins er annar bragliðurinn frá byrjun
studdur með stuðlasambandi og eyrað því skilyrt þannig að það
vænti alltaf stuðuls þar. Undantekning birtist þó loks á orðinu
„bágt“ í 17. línu, sem verður svo sannarlega aumt og umkomu-
laust þegar stuðullinn hverfur þar skyndilega og sterkur hljómur
orðanna „standa í stað“ hnykkir á eymd þess.