Skírnir - 01.09.1994, Page 176
446
ATLI INGÓLFSSON
SKÍRNIR
beinast frekar að staðsetningu þeirra og umhverfi en hljóðinu.
Þannig er eins og útlínur þessa nýja bragar séu teiknaðar í vitund
okkar áður en nýr stuðull heyrist. Oll ris bragarins utan eitt eru
merkt með / eða h áður en lengra er haldið. Hljóðin eru til að
leiða okkur inn í braginn.53
Sérstök ástæða var til að velja þessi mjúku hljóð að vörðum
formsins í byrjun. Harðari stuðlar - gómhljóð eða lokhljóð (k, g
eða t.d. b, t, d o.fl.), - geta vakið meiri athygli á styrk en lengd
samstafanna, auk þess sem sterkur stuðull getur gert lítið úr vægi
nærliggjandi atkvæða. (Svo dæmi sé tekið af brotinu eftir Svein-
björn Egilsson hér að ofan, þá getur „né“ hljómað þar einfaldlega
sem forliður á undan „bóndason").
Fyrsta sterka lokhljóðið í stuðli (t) heyrist í 13. línu, innan um
fornkappana á þingi og eftir það eru þau að sönnu ekki færri að
meðaltali en eðlilegt er í íslenskum kvæðum. Hinn mjúki hljómur
næst hins vegar með því að pólstilla athyglina á mildari hljóð á
stórum köflum. Þannig er hlutur sérhljóðanna jafnframt drýgður.
Þótt þeir séu ekki óvenju margir heyrast þeir margir saman og
mynda svæði þar sem hljóð þeirra á alla athyglina (línur 10, 11 og
12; 18 og 19; 23 og 24). Niðurlagið er allt litað sérhljóðum og /-
inu, sem lýkur kvæðinu á því hljóði sem hóf það.
I Gunnarshólma eru sérhljóðar á stuðlum óvenju fáir eða um
15 af hundraði stuðlaorða (tæp 25% í úrtaki ljóða Einars Bene-
diktssonar, um 21% í Völuspá), en einnig þar mynda þeir skyn-
pól í lokin þar sem ellefu stuðlar í röð eru sérhljóð.54
Jónas virðist forðast hinn hrjúfa hljóm tvöföldu samhljóðanna
í stuðlum. Þar sem þeir heyrast í Islandi og Gunnarshólma tengja
þeir einungis tvö orð í senn. I tíu af þekktustu ljóðum hans
reyndust st, sk og sp aðeins standa í einu af hverjum hundrað
stuðlasamböndum (þau voru nær sex af hundraði í þeim ljóðum
53 Við sáum að stundum er áhrifaríkt þegar sterkur stuðull stendur á röngum
stað ef bragurinn er þekktur, eins og hjá Hallgrími. Svo enn sé litið á róttækan
mun Hallgríms og Jónasar þá standa hér mjúkir stuðlar á réttum stað í
óþekktum brag, og það er jafn fallegt!
54 Bætum við sérhljóðum við tíðni f+h eru komin 60% stuðlahljóða í kvæðun-
um tveimur.