Skírnir - 01.09.1994, Page 177
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ISLENSKU
447
Einars Benediktssonar sem skoðuð voru, svo einhver samanburð-
ur fáist).
Víkjum þá að enn öðru sem mildar ljóðstafi í kvæðum Jónas-
ar, en erfiðara er að festa hönd á því en hinu tvennu. Eg tók til
þess um dróttkvæðið hvernig ýmis samhljóman utan stuðlanna
dregur úr einveldi þeirra í rytmanum. Til að mynda upphefur lá-
rétt innrím jafnan fleiri atkvæði en ljóðstafirnir einir gera, og þar
sem eyrað nemur önnur tengsl hljóða en stuðlana auðgar það
rytmann. Engum hefur verið ljósara en Jónasi að samhljómur í
ljóði gat ekki oltið algerlega á stuðlunum. Þetta skín úr hverri
línu sem hann semur. Um næmi Jónasar á samhljóm væri ráð að
nota orðið brageyra, ef það væri ekki oftar notað um þann eigin-
leika, sem var nauðsynlegur en ekki nægilegur skáldum, að heyra
hvenær „rétt“ var kveðið og hvenær „rangt“. Að hlusta eftir regl-
um er það minnsta sem brageyra er ætlandi, og hlutverk þess
hlýtur að vera langtum stærra.
Það torveldar nokkuð mat á samhljómi kvæða að oft má sýna
fram á að þau innbyrðis tengsl atkvæðanna sem talin eru ásetn-
ingur skáldsins eru í raun algeng í venjulegu máli, og of líkleg til
að kalla megi sérstakt bragð í ljóðinu. Því þyrfti hugsanlega að
greina á milli líklegri og ólíklegri tengsla, en samkvæmt því væri
ekki hægt að veita samhljóma sérhljóðum of mikla athygli, því
sérhljóðar málsins eru fáir og síður en svo óvenjulegt að þeir
hljómi oft saman af tilviljun. En gleymum ekki að þessi líklegu
sambönd eru aðeins efsta lagið á heild þar sem undir eru önnur
ögn ólíklegri, t.d. svipmót erindis, og svo koll af kolli allt þar til
komið er að formi sem virðist einstakt og óendurtakanlegt, ljóð-
inu sjálfu. Gera verður ráð fyrir að sköpunarviljinn hrærist í öllu
forminu frá hinu smæsta til hins stærsta, og sé nokkur leið að
eygja anga hans á efsta laginu ber að feðra þá forminu en ekki til-
viljun. Þetta er ekki erfitt í ljóðum Jónasar svo stöðugur sem
styrkur efsta lagsins er. Við finnum hvernig ljóðin skiptast í
hljómsvæði þar sem eitt eða fleiri hljóð eru í forgrunni. Svæðin
geta skarast, eitt hljóð horfið en bergmálað skömmu síðar, þau
geta oltið eingöngu á sérhljóðum, eingöngu á samhljóðum eða á
dularfullum samhljómi sem felur sig handan stafsetningarinnar.