Skírnir - 01.09.1994, Page 179
SKÍRNIR
AÐ SYNGJA Á ÍSLENSKU
449
þess að örlítið d-hljóð heyrist á undan 1-inu, og í „frelsið" er ekki
laust við að d laumist á milli l og s. Eða tökum við ef til vill frekar
eftir d/t lokhljóðinu?
Islan
farsæl
hrímhví
fornal
mann
hes
Eða tengir nd hljóðið jafnframt línur 1, 2, 3, 5 og 6? íshnd,
manní/áðin, stunh, lanhið, skínanhi.
Víst er af mörgu að taka, en þeir sem aðhyllast tilviljunarskýr-
inguna skyldu íhuga að af ólíku er að taka á hverjum stað.
Stökkvum svo beint í lokalínurnar þar sem keimlíkt hljóð
leynist bak við ólíka stafsetningu. Það er 1 sem hljómar dl í „full-
orðnu“ og „fallin", myndar náskylt hljóð í „gleymsku" og „ung-
linga“ (sé það síðarnefnda borið fram með raunverulegu góm-
hljóði á g í „ung“, eins og líklegast er að Jónas hafi sagt það) og,
eins og áður er getið, getur tengst „Islands“. Til að sannreyna
þetta nægir að bera fram hvert á eftir öðru orðin „ull“, „gler“ og
„nasl“.
Þótt Jónas noti sjaldan reglubundið innrím myndast sífellt
sterk tengsl milli atkvæða á ófyrirsjáanlegan hátt. Þessi tengsl
mynda því síbreytilegan rytma sem hljómar eins og kontrapunkt-
ur við hinar fyrirsjáanlegri raddir, og gera hið fyrirsjáanlega ein-
ungis að grunni sem nýjar upplýsingar eru sífellt byggðar á.
Braghléð er enn einn þáttur bragarins sem Jónas stjórnar
styrkri hendi til að auðga rytmann. I Islandi notar hann það á
einfaldan en áhrifaríkan hátt. Sem fyrr segir skiptist elegíska línan
alltaf eins. Hetjulínunni má hins vegar skipta á ýmsan hátt. Jónas
notfærir sér það og framan af kvæðinu skiptist hún í 3. lið, en
þannig að fyrri deildin fær ýmist sterka eða veika endingu. Til að
leggja enn frekari áherslu á efnisskilin í 17. línu færir hann brag-
hléð hins vegar um set og skiptir línunni í 4. liðnum „Það er svo
a
a
ar
áðin